Frétt
Michelin í Kaupmannahöfn
Þriðjudaginn 16. mars síðastliðinn kom út Michelin bæklingurinn Main cities of Europe. Í þeim bæklingi er að finna Michelinstaði í helstu borgum Evrópu og þar á meðal höfuðborgir norðurlanda.
Í ár bætti Kaupmannahöfn við sig einni stjörnu og hlaut veitingastaðurinn AOC hana en aðrir héldu sínu.
AOC hét áður Premissé en breytti um nafn fljótlega eftir að hafa ráðið til sín nýjan matreiðslumann að nafni Ronny Emborg. Ronny þessi var matreiðslumaður ársins í Danmörku 2007 og starfaði meðal annars á El Bulli og Mugaritz á Spáni. Hér má sjá myndir og umfjöllun um AOC daginn eftir að þeir fengu hina eftirsóttu stjörnu.
Aðrir héldu sínu og vekur athygli og nettan pirring í mörgum að Noma sem er 3. besti veitingastaður í heimi (skvm. San Pellegrina top 50), skuli ekki fá sína þriðju stjörnu. Sjálfur er René Redzepi ekki að hafa miklar áhyggjur af þeirri þriðju. Áður en niðurstöður voru kynntar lét hann hafa eftir sér á menningar og dægurmálavefnum aok.dk að líklegra væri að Bin Laden tæki upp kristni en að Noma fengi þriðju stjörnuna.
Listinn í heild sinni:
Noma **
AOC *
Era Ora *
formel B *
Herman *
Kiin Kiin *
Kokkeriet *
Kong Hans Kælder *
MR *
Paustian *
Søllerød Kro *
The Paul *
Einnig fékk Fiskebaren Bib gourmant en sá staður opnaði síðastliðið sumar. Og eru alls sjö staðir með þá viðurkenningu en Bib gourmant er veitt stöðum sem bjóða upp á góðan mat á sanngjörnu verði.
Fiskebaren
FAMO
Kanalen
LAltro
Le Sommelier
Oubæk
Frederiks Have
Höfundur: Ragnar Eiríksson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða