Frétt
Michel Roux látinn
Franski matreiðslumeistarinn og veitingamaðurinn Michel Roux, er látinn 78 ára að aldri, en hann lést á heimili sínu í Bray í Berkshire á Englandi í faðmi fjölskyldunnar.
Roux lést eftir langvarandi lungnasjúkdóm.
Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir meðal annars:
„Við erum þakklát fyrir að hafa deilt lífi okkar með þessum frábæra manni og við erum svo stolt af öllu því sem hann hefur náð. Hann var auðmjúkur snillingur, goðsagnakokkur, vinsæll rithöfundur og kennari.“
Michel Roux fæddist 19. apríl árið 1941, en hann var einnig þekktur sem Michel Roux Snr., en hann var ættaður frá Frakklandi og starfaði sem veitingamaður í Bretlandi til fjölda ára. Ásamt Albert Roux bróður sínum opnaði hann Le Gavroche, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.
Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.
Myndir: www.michelroux-obe.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss