Frétt
Michel Roux látinn
Franski matreiðslumeistarinn og veitingamaðurinn Michel Roux, er látinn 78 ára að aldri, en hann lést á heimili sínu í Bray í Berkshire á Englandi í faðmi fjölskyldunnar.
Roux lést eftir langvarandi lungnasjúkdóm.
Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir meðal annars:
„Við erum þakklát fyrir að hafa deilt lífi okkar með þessum frábæra manni og við erum svo stolt af öllu því sem hann hefur náð. Hann var auðmjúkur snillingur, goðsagnakokkur, vinsæll rithöfundur og kennari.“
Michel Roux fæddist 19. apríl árið 1941, en hann var einnig þekktur sem Michel Roux Snr., en hann var ættaður frá Frakklandi og starfaði sem veitingamaður í Bretlandi til fjölda ára. Ásamt Albert Roux bróður sínum opnaði hann Le Gavroche, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.
Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.
Myndir: www.michelroux-obe.com
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles







