Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mexíkóskur veitingastaður í Danmörku í eigu íslendinga tilnefndur sem besti skyndibitastaðurinn
Fyrir rúmu einu og hálfu ári opnuðu 6 ungir og efnilegir menn Mexíkóskan skyndibitaveitingastað í Árósum í Danmörku en staðurinn heitir Chido Mexican Grill. Tveir af eigendum eru íslendingar þeir Guðmundur Pálsson og Helgi Kristinn Halldórsson.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Tímaritið AOA fór af stað með kosningu í fimmtán flokkum, þar sem kosið er um besta nýja veitingastaðinn, besta hamborgarann, besta fjölskyldustaðinn í Árósum ofl.
The Burger Joint er í öðru sæti yfir besta hamborgarann í Árósum og Chido Mexican Grill er tilnefndur í flokkinn besta skyndbitastaðinn og ætti að teljast vera góður árangur hjá svona ungu fyrirtæki. Kosning stendur yfir og er hægt að kjósa Chido Mexican Grill með því að smella hér og The Burger Joint með því að smella hér.
Chido Mexican Grill býður upp á ferskan skyndibita s.s. Burritos, Tacos og Quesadillas og allskyns heilsumat.
Fleiri myndir á instagram síðu Chido Mexican Grill.
Hér má sjá hvernig Burritos að hætti Chido Mexican Grill lítur út:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum