Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mexíkóskur veitingastaður í Danmörku í eigu íslendinga tilnefndur sem besti skyndibitastaðurinn
Fyrir rúmu einu og hálfu ári opnuðu 6 ungir og efnilegir menn Mexíkóskan skyndibitaveitingastað í Árósum í Danmörku en staðurinn heitir Chido Mexican Grill. Tveir af eigendum eru íslendingar þeir Guðmundur Pálsson og Helgi Kristinn Halldórsson.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Tímaritið AOA fór af stað með kosningu í fimmtán flokkum, þar sem kosið er um besta nýja veitingastaðinn, besta hamborgarann, besta fjölskyldustaðinn í Árósum ofl.
The Burger Joint er í öðru sæti yfir besta hamborgarann í Árósum og Chido Mexican Grill er tilnefndur í flokkinn besta skyndbitastaðinn og ætti að teljast vera góður árangur hjá svona ungu fyrirtæki. Kosning stendur yfir og er hægt að kjósa Chido Mexican Grill með því að smella hér og The Burger Joint með því að smella hér.
Chido Mexican Grill býður upp á ferskan skyndibita s.s. Burritos, Tacos og Quesadillas og allskyns heilsumat.
Fleiri myndir á instagram síðu Chido Mexican Grill.
Hér má sjá hvernig Burritos að hætti Chido Mexican Grill lítur út:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar