Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mexíkóski kokkurinn Pep Ochoa tók allan matseðilinn í gegn hjá Culiacan
Mexikóski veitingastaðurinn Culiacan hefur tekið í gagnið nýjan matseðil. Girnilegur matseðill að sjá og fengu eigendur Culiacan kokkinn Pep Ochoa frá Mexíkó til að taka allan matseðilinn í gegn.
Taco réttir staðarins hafa slegið rækilega í gegn sem eru unnar frá grunni, en kokkurinn bakar sjálfur mjúkar glútenlausar korn-tortillur og hægeldar nautakjöt. Einnig er hægt að fá kjúklinga og vegan taco.
Nachos flögurnar eru steiktar á staðnum og er kókosolía notuð til að gera þær eins hollar og hægt er.
Allt salsað er unnið úr ferskum tómötum og er eins ferskt og völ er á hverju sinni og er mild, miðlungs eða sterk salsa í boði. Einnig er gert guacamole oft á dag úr ferskum lárperum, svo fátt eitt sé nefnt.
Á mánudaginn hófst taco mánaðarins og er góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
Nýi matseðillinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?