Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Mexíkóski kokkurinn Pep Ochoa tók allan matseðilinn í gegn hjá Culiacan

Birting:

þann

Culiacan

Mexikóski veitingastaðurinn Culiacan hefur tekið í gagnið nýjan matseðil. Girnilegur matseðill að sjá og fengu eigendur Culiacan kokkinn Pep Ochoa frá Mexíkó til að taka allan matseðilinn í gegn.

Taco réttir staðarins hafa slegið rækilega í gegn sem eru unnar frá grunni, en kokkurinn bakar sjálfur mjúkar glútenlausar korn-tortillur og hægeldar nautakjöt. Einnig er hægt að fá kjúklinga og vegan taco.

Nachos flögurnar eru steiktar á staðnum og er kókosolía notuð til að gera þær eins hollar og hægt er.

Allt salsað er unnið úr ferskum tómötum og er eins ferskt og völ er á hverju sinni og er mild, miðlungs eða sterk salsa í boði.  Einnig er gert guacamole oft á dag úr ferskum lárperum, svo fátt eitt sé nefnt.

Á mánudaginn hófst taco mánaðarins og er góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

Nýi matseðillinn

Culiacan matseðill

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið