Keppni
Metskráning í Rumble in the Jungle kokteilkeppnina
Metskráning er í Rumble in the Jungle kokteilkeppnina í ár sem er gerð í samstarfi við Jack Daniel’s. Hátt í 50 barþjónar sendu inn uppskriftir til að taka þátt sem gerir þetta að einu að stærstu keppni ársins, þar af komust 10 barþjónar áfram eftir að dómnefnd Jungle var búinn að fara yfir uppskriftirnar og varð það gert nafnlaust til að gæta hlutleysis.
Dómarnir töluðu um að þetta var erfitt val því mikið að flottum uppskriftum var skilað inn, sem sýnir bæði hvað þróunin í kokteilgeiranum hér heima er komin á flottan stað og komin á heimsmælikvarða.
Þeir 10 keppendur sem keppa til úrslita á miðvikudaginn næsta á Jungle Bar í stafrófsröð eru:
Aron Ellertsson – Tipsy
Atli Baldur – Tipsy
Benjamín Reynir – RVK Cocktails
Daníel Kava – Sushi
Darri Már – Oto
Edda Becker – Fjallkonan
Jakob Arnarson – Kokteilbarinn
Kría Freys – Tipsy
Martin Cabejsek – Kjarval
Sævar Helgi – Tipsy
Jungle bar og Mekka Wines & Spirits vona að sem flestir veitingamenn mæta á miðvikudaginn á Jungle Bar til að hvetja keppendurnar. Viðburðurinn byrjar kl.19.00 og fyrstu keppendur fara upp á svið kl.20.00.
Hafa kokteilsérfræðingar Jungle Bar gert skemmtilegan Jack Daniel´s kokteilsseðil sem verður á bransatilboði og mun DJ Simon Fkndsm sjá um tónlistina út kvöldið svo þetta verður alvöru bransapartý.
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir