Freisting
Merkja ber erfðabreytta matvöru
|
|
Flokkahópur miðjumanna í Norðurlandaráði vill að norrænir neytendur njóti öflugrar neytendaverndar og setur fram kröfur um að erfðabreytt matvara verði betur merkt. Með því verði neytendum gert hægar að stjórna neyslu og kaupum á erfðabreyttum matvælum því á merkingum komi fram skýr lýsing á innihaldi og samsetningu vörunnar.
Í norrænu ríkjunum sem eiga aðild að Evrópusambandinu gilda lög og tilskipanir sambandsins um erfðabreytt matvæli og hvernig beri að merkja þau. Í meginatriðum fylgja Norðmenn og Íslendingar þessum lögum með aðild að evrópska efnahagssvæðinu og EFTA. Samkvæmt ESB-tilskipun frá árinu 2003, ber að merka vöru sérstaklega sem inniheldur meira en 0,9 % af erfðabreyttu hráefni. Að mati miðjumanna eru þó nokkrir annmarkar á slíkum merkingum, því lagasetningin nái ekki til dýraafurða sem framleiddar eru með erfðabreyttu fóðri.
Neytandinn verður að vita hvað hann setur ofan í sig og hvernig varan er til orðin. Það er algerlega óviðunandi að dýraafurðir sem framleiddar eru með erfðabreyttu fóðri skuli ekki merktar sem slíkar. Norðurlönd verða að bregðast við, til að vernda neytendur betur og styðja rannsóknir til að afla meiri þekkingar á afleiðingum erfðabreytinga í fæðukeðjunni og á vistkerfið, segir Ville Niinistö úr flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.
Í Svíþjóð og Finnlandi hefur m.a. verið ákveðið að leyfa erfðabreytt fóður. Í öðrum Evrópuríkjum er til muna algengara að nota slíkt fóður í matvælaiðnaði. Því telja miðjumenn mikla hættu á að áhrifa erfðabreytinga gæti í innfluttum kjötvörum á Norðurlöndum.
Engin erfðabreytt ræktun fer fram á Norðurlöndum og því hafa miðjumenn viðrað þá hugmynd að gera Norðurlönd að neytendasvæði án erfðabreyttrar matvöru. Torvelt sé hins vegar að hafa eftirlit með dreifingu erfðabreyttra matvæla og verði engar hömlur á því sé hætta á að norrænum ræktendum sé ekki lengur stætt á því að stunda vistvæna framleiðslu. Ef Norðurlönd verði lýst framleiðslusvæði án erfðabreytinga mætti tryggja vistvæna framleiðslu og ómengaða vöru sem gæfi Norðurlöndum sterkari samkeppnisstöðu.
Miðjumenn leggja áherslu á umhverfisvernd í þessu samhengi, en ekki síður á samfélagsleg áhrif og óska eftir fjölbreyttri umræðu um réttindi neytenda.
Þinghópur miðjumanna hittist á Norðurlandaráðsþingi í Ósló þar sem fjölmargir norrænir þingmenn eru nú saman komnir.
Fréttatilkynning
Mynd: Johannes Jansson/norden.org | [email protected]
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






