Viðtöl, örfréttir & frumraun
Meistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, ásamt Hinriki Erni Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni, eigendum Sælkerabúðarinnar á Bitruhálsi.
Vörur frá Sælkerabúðinni eru nú fáanlegar í Snjallverslun Krónunnar og völdum verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk verslana á Selfossi, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði og í Reykjanesbæ. Í boði verða forpakkaðar nauta- og lambasteikur, meðlæti, forréttir, súpur og tilbúnar sósur frá Sælkerabúðinni.
Vörurnar koma í verslanir í dag, fimmtudag en verða fáanlegar í verslunum Krónunnar á Akureyri og Reyðarfirði á morgun, föstudag.
Með samstarfinu fá viðskiptavinir þannig aðgengi að vörum sem eru nú aðeins fáanlegar í Sælkerabúðinni á Bitruhálsi.
Landsbyggðin fær aukið aðgengi að sælkeravörum
Sælkerabúðin var opnuð um mitt ár 2020 af meistarakokkunum Hinriki Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni, sem hafa hlotið fjölda verðlauna í matreiðslukeppnum sem hluti af íslenska kokkalandsliðinu. Þeir eru spenntir fyrir samstarfinu, sem gerir þeim kleift að ná til mun stærri hóps viðskiptavina en áður.
„Fyrir okkur snýst þetta fyrst og fremst um að deila því sem við elskum; góðum hráefnum, vönduðum uppskriftum og mat sem fólk getur notið saman. Með samstarfinu við Krónuna fáum við tækifæri til að færa þessa upplifun til mun fleiri heimila um allt land. Við leggjum mikla áherslu á bragð, gæði og upplifun í hverjum bita og hlökkum til að sjá viðtökurnar,“
segir Hinrik.
Gæðavörur á hárréttum tíma fyrir jól og áramót
Að sögn Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, fellur vöruframboð Sælkerabúðarinnar afar vel að stefnu Krónunnar um að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval og geta mætt þörfum viðskiptavina sem eru að leita að vönduðum sérvörum sem auðvelt er að elda og framreiða. Enn fremur nefnir hún að Sælkerabúðin og Krónan deili sömu gildum þegar kemur að metnaði, þjónustulund og nánu samtali við viðskiptavini.
„Við viljum mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina og gera gæði aðgengileg, hvar sem fólk býr. Það er því sérstaklega ánægjulegt að geta boðið þessar vörur víða um land og styrkja vöruframboð Krónunnar enn frekar, rétt fyrir hátíðarnar.
Hér er úrval sem auðveldar fólki að gera vel við sig og sína án mikillar fyrirhafnar. Við hlökkum til að þróa samstarfið áfram með Hinriki og Viktori og erum sannfærð um að matgæðingar landsins taki vel í þetta nýja og spennandi vöruframboð,“
segir Guðrún.
Ljósmynd: Rúnar Kristmannsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





