Markaðurinn
Meira Síríus rjómasúkkulaði
Unnendur Síríus rjómasúkkulaðis gleðjast heldur betur þessa dagana því nú eru tvær tegundir fáanlegar með 15% meira magni á sama verði og áður. Í takmarkaðan tíma er 15% meira magn af súkkulaði í pakkningum af Síríus rjómasúkkulaði og rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að aukið úrval og þróun nýjunga sé eitt af leiðarstefjunum í starfsemi fyrirtækisins.
„Við erum stöðugt að leita leiða til að gleðja viðskiptavini okkar með nýjungum og ein þeirra leiða sem við ákváðum að fara var að bjóða þessar tvær vinsælu tegundir í meira magni í takmarkaðan tíma,“
segir Silja og bætir við að súkkulaðiunnendur hafi nú 15% ríkari ástæðu til að fara út í búð á næstunni.
Síríus súkkulaðið hefur glatt þjóðina í tæp 90 ár en það er ekki bara gómsætt. Frá árinu 2013 hefur Síríus súkkulaði nefnilega verið vottað af samtökum sem nefnast Cocoa Horizons. Það þýðir að kakóhráefnin í súkkulaðið eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni til framtíðar að leiðarljósi.
Bændur eru aðstoðaðir við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur sem stuðlar að jákvæðari umhverfisáhrifum og dregur meðal annars úr eyðingu regnskóga.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







