Vertu memm

Freisting

Mega skanna fingur barna

Birting:

þann

Notkun fingrafaralesara í mötuneytum Setbergsskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er lögleg. Persónuvernd sendi skólastjórum beggja skólanna úrskurð sinn síðasta fimmtudag, eftir að nokkrir foreldrar höfðu kvartað yfir notkun fingrafaralesaranna.

Fréttablaðið sagði fyrst frá notkun fingrafaralesara í stað matarkorta í mötuneytum skólanna í lok ágúst. Þar kom fram að notkun svipaðra fingrafaralesara í mötuneytum sænskra grunnskóla hefði verið úrskurðuð brot á persónuverndarlögum. Þá lá ekki fyrir hvort notkunin á Íslandi samrýmdist íslenskum lögum um persónuvernd.

Eftir að fréttin birtist höfðu nokkrir foreldrar samband við Persónuvernd og lögðu fram formlega kvörtun. Persónuvernd hefur nú úrskurðað í málinu og er niðurstaðan sú að valkvæð notkun fingrafaralesara í mötuneytum brjóti ekki í bága við persónuverndarlög.

„Við höldum okkar striki en reynum að gæta mjög vel að því að ekki sé skannaður fingur á neinum nema til þess hafi komið samþykki,“ segir Guðríður Óskars­dóttir, skólastjóri Setbergsskóla. „Við teljum þetta þægilegt að ákveðnu leyti og mikið hagræði.“

Greint frá í Fréttablaðinu í dag

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið