Freisting
Mega skanna fingur barna
Notkun fingrafaralesara í mötuneytum Setbergsskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er lögleg. Persónuvernd sendi skólastjórum beggja skólanna úrskurð sinn síðasta fimmtudag, eftir að nokkrir foreldrar höfðu kvartað yfir notkun fingrafaralesaranna.
Fréttablaðið sagði fyrst frá notkun fingrafaralesara í stað matarkorta í mötuneytum skólanna í lok ágúst. Þar kom fram að notkun svipaðra fingrafaralesara í mötuneytum sænskra grunnskóla hefði verið úrskurðuð brot á persónuverndarlögum. Þá lá ekki fyrir hvort notkunin á Íslandi samrýmdist íslenskum lögum um persónuvernd.
Eftir að fréttin birtist höfðu nokkrir foreldrar samband við Persónuvernd og lögðu fram formlega kvörtun. Persónuvernd hefur nú úrskurðað í málinu og er niðurstaðan sú að valkvæð notkun fingrafaralesara í mötuneytum brjóti ekki í bága við persónuverndarlög.
Við höldum okkar striki en reynum að gæta mjög vel að því að ekki sé skannaður fingur á neinum nema til þess hafi komið samþykki,“ segir Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri Setbergsskóla. Við teljum þetta þægilegt að ákveðnu leyti og mikið hagræði.“
Greint frá í Fréttablaðinu í dag

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum