Freisting
Mega skanna fingur barna

Notkun fingrafaralesara í mötuneytum Setbergsskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er lögleg. Persónuvernd sendi skólastjórum beggja skólanna úrskurð sinn síðasta fimmtudag, eftir að nokkrir foreldrar höfðu kvartað yfir notkun fingrafaralesaranna.
Fréttablaðið sagði fyrst frá notkun fingrafaralesara í stað matarkorta í mötuneytum skólanna í lok ágúst. Þar kom fram að notkun svipaðra fingrafaralesara í mötuneytum sænskra grunnskóla hefði verið úrskurðuð brot á persónuverndarlögum. Þá lá ekki fyrir hvort notkunin á Íslandi samrýmdist íslenskum lögum um persónuvernd.
Eftir að fréttin birtist höfðu nokkrir foreldrar samband við Persónuvernd og lögðu fram formlega kvörtun. Persónuvernd hefur nú úrskurðað í málinu og er niðurstaðan sú að valkvæð notkun fingrafaralesara í mötuneytum brjóti ekki í bága við persónuverndarlög.
Við höldum okkar striki en reynum að gæta mjög vel að því að ekki sé skannaður fingur á neinum nema til þess hafi komið samþykki,“ segir Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri Setbergsskóla. Við teljum þetta þægilegt að ákveðnu leyti og mikið hagræði.“
Greint frá í Fréttablaðinu í dag
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





