Freisting
Mega skanna fingur barna
Notkun fingrafaralesara í mötuneytum Setbergsskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er lögleg. Persónuvernd sendi skólastjórum beggja skólanna úrskurð sinn síðasta fimmtudag, eftir að nokkrir foreldrar höfðu kvartað yfir notkun fingrafaralesaranna.
Fréttablaðið sagði fyrst frá notkun fingrafaralesara í stað matarkorta í mötuneytum skólanna í lok ágúst. Þar kom fram að notkun svipaðra fingrafaralesara í mötuneytum sænskra grunnskóla hefði verið úrskurðuð brot á persónuverndarlögum. Þá lá ekki fyrir hvort notkunin á Íslandi samrýmdist íslenskum lögum um persónuvernd.
Eftir að fréttin birtist höfðu nokkrir foreldrar samband við Persónuvernd og lögðu fram formlega kvörtun. Persónuvernd hefur nú úrskurðað í málinu og er niðurstaðan sú að valkvæð notkun fingrafaralesara í mötuneytum brjóti ekki í bága við persónuverndarlög.
Við höldum okkar striki en reynum að gæta mjög vel að því að ekki sé skannaður fingur á neinum nema til þess hafi komið samþykki,“ segir Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri Setbergsskóla. Við teljum þetta þægilegt að ákveðnu leyti og mikið hagræði.“
Greint frá í Fréttablaðinu í dag
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu