Vertu memm

Freisting

Með landsliðið í mötuneytinu

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður byggir á frönskum grunni í matargerð en leggur þó jafnframt áherslu á léttleika.  Hann undirbýr sig nú ásamt landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi næsta haust.

Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, varði nokkrum mánuðum á Michelinveitingastað í Frakklandi eftir að hann útskrifaðist sem matreiðslumaður fyrir um áratug. „Þetta var hollur og góður skóli og síðan hefur maður svolítið fylgt þessari línu.

Grunnurinn er franskur en svo reynir maður að leika sér aðeins með skemmtilegt hráefni og fersk brögð,“ segir Bjarni sem leggur jafnframt mikið upp úr léttleikanum.

„Við viljum ekki vera með þungar smjörsósur sem skilja eftir stein í maga. Við viljum létta matinn upp og gera þetta að skemmtilegri upplifun þannig að þú getir farið og dansað eftir fimm rétta máltíð,“ segir hann.

Íslenskir kokkar í víking

Nýir og ferskir straumar í matreiðslu eru ekki lengi að ná til Íslands að sögn Bjarna. „Íslenskir kokkar eru mjög duglegir að ferðast og við höfum útskrifað ansi marga kokka á Hótel Sögu sem hafa verið sendir í víking út í heim.
Það eru fyrrverandi kokkar af Grillinu að vinna í London, Svíþjóð og á mörgum fleiri stöðum.

Þeir koma oft með uppskriftir í rassvasanum sem við fáum kannski að kíkja í. Ef það kemur einhver tískubylgja er hún voðalega fljót að skila sér. Þá flykkjast allir kokkarnir í flugvél og taka hana út,“ segir Bjarni.

Elda fyrir 110

Auk þess að stjórna eldhúsinu á Grillinu hefur Bjarni farið fyrir kokkalandsliðinu sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi í október. „Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fjórum tímum og við erum byrjaðir að æfa. Ef það eru einhver fyrirtæki og stofnanir sem vilja styrkja okkur hafa þau stundum fengið okkur í mötuneytið hjá sér og við höfum eldað fyrir 110 manns. Það er ekki slæmt að vera með landsliðið í mötuneytinu,“ segir Bjarni Gunnar Kristinsson að lokum.

  • Bjarni lærði á Hótel Sögu á árunum 1994-1997.
  • Hann hefur unnið á Hótel Sögu mestallan sinn starfsferil og er nú yfirmatreiðslumaður á Grillinu.
  • Bjarni hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum með því.

Greint frá í 24 Stundum í dag

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið