Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Mayday, Mayday, Hólmavík kallar | „..kjötið hættulega gott og meyrt og alvöru benni“

Birting:

þann

Strædó

Það var að kveldi 22. nóvember, sem ég fékk mail frá Höllu Steinólfsdóttur bónda, með þá fyrirspurn hvort ég gæti reddað matreiðslumanni til að dæma í keppni, ég svaraði; já það hlýtur að vera hægt og spurði hvenær hún þyrfti hann og svarið kom um hæl, kl. 14:00 á morgun á Hólmavík.

Þá flugu í huga mínum fleygt orð Jóhanns Bragarsonar „Sællllllll………..“ ,og áður en ég svaraði póstinum fór ég inn á Strædó.is og skoðaði tímatöflu á leið 57, sendi síðan mail og sagði að ég gæti verið í Staðarskála kl. 12:00 á morgun, svar barst stuttu síðar, takk æðislega, sæki þig í Staðarskála.

Kl. 09:00 lagði ég af stað með strædó no 57 en það kostaði mig 1150 krónur með aulaafslættinum aðra leiðina og geri aðrir betur. Leiðin sóttist vel og var skipt um bílstjóra í Borgarnesi, smá stopp og þegar allir voru komnir inn og bílstjórinn búinn að loka bílnum, stóð hann upp og horfði inn vagninn og kynnti sig, benti á öryggistæki, að klósett væri í bílnum, hann væri bílstjóri til Akureyrar og ef eitthvað kæmi upp á leiðinni þá hafa samband við sig, svo lagði hann af stað.

Grænmetissúpa

Grænmetissúpa

Kryddsoðinn bauti

Kryddsoðinn bauti

Magnús Níelsson

Magnús Níelsson

Svo kom vagninn í Staðarskála og 20 mín. stopp, ég inn og beint að skenknum og panta rétt dagsins, kemur þá matreiðslumeistari staðarins fram og heilsar og var þar enginn annar en Magnús Níelsson í eigin persónu, settist ég niður og fékk súpu dagsins, tær grænmetissúpa, mjög góð, svo kom aðalrétturinn, kryddsoðinn bauti og ég get alveg staðfest að það var nautakjöt í réttinum og smakkaðist alveg prýðilega. Ég var rétt byrjaður á matnum þegar bílstjórinn kemur og spyr hvort ég ætlaði áfram með bílnum, hann væri búinn að telja og það vantaði mig, ég sagði honum að ég færi ekki lengra með honum og kvaddi hann og hélt á brott. Ég kláraði matinn og þá var haldið áfram með Höllu og vinkonu hennar á Hólmavík.

Á leiðinni spurði ég Höllu hvað ætti að dæma og sagði hún mér að það væri Íslandsmót í Rúllupylsugerð og hlakkaði í mér strax við þá hugsun hvað biði mín á Hólmavík, bíllinn var kenjóttur þannig að í hvert skipti sem bíllinn fór í holu þá fóru rúðuþurrkurnar einn hring og vakti þetta góða kátínu á leiðinni.

Sagði Halla mér að sá aðili sem átti að dæma, hefði boðað forföll og þá voru góð ráð dýr og verið búið að hringja út og suður er hún datt niður á mig.

Svo var komið í Sævang félagsheimili þeirra Strandamanna en þar skildi dómurinn fara fram og getið þið lesið um það í öðrum pistli hér á Veitingageirinn.is, eftir dómarastörfin var mér boðið upp á svona ekta sveitakaffihlaðborð og var ég hæstánægður með það, bað ég um bensín með og var leitað í öllu húsinu og fannst ein flaska af diet gerðinni sem rann út í september og var ekki um annað að velja en að drekka það og var mér ekki meint af því.

Skonsa með reyktum lax

Skonsa með reyktum lax

Svo var komið að því að kveðja og stefnan tekin á Staðarskála í flotta bílnum með dittóttu rúðuþurrkunum og gekk ferðin vel og um hálf sex var ég kominn inn í Staðarskála aftur. Fékk mér sæti og helgarmoggann til að drepa tímann meðan beðið væri eftir strædó, pantaði ég mér skonsu með reyktum lax og bensín árgerð nóvember 2013, kemur áðurnefndur matreiðslumeistari og kallar;

nei þú borðar ekki þetta , ég er með tilbúinn mat handa þér eftir fimm mínútur

Roast Beef með Bearnaise

Roast Beef með Bearnaise

, svo liðu þær og kom þá á borðið Roast Beef Bearnaise með alles og var maður bara hress með þennann dinner, kjötið hættulega gott og meyrt og alvöru benni.

Svo kom strædó og ég út í bíl og aftur gerðist þetta með bílstjórann, nema nú bætti hann klukkan hvað bíllinn yrði í Mjódd og ef menn ætluðu að skipta yfir í annann strædó þá þyrfti að bíða í ca. 20 mín, en í Mjódd færu bílar 2. mín. eftir að hann kæmi í Mjódd og ef einhver væri orðin órólegur þá bara að hafa samband við bílstjórann og hann myndi láta viðkomandi bíl bíða. Svo var lagt af stað og gekk ferðin bara vel tilbaka og kom bíllinn á réttum tíma í Mjóddina og svo heppilega vildi til að hann stoppaði beint fyrir framan bílinn minn, fór ég út og þakkaði bílstjóranum fyrir ferðina og hugsaði; þetta þarf maður að gera aftur.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
2 Comments

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið