Freisting
Matvælaverð myndi lækka ef ísland gengi í ESB
Matvælaverð á Íslandi myndi lækka ef gengið yrði í Evrópusambandið. Eins væri hægt að lækka matvöruverð með því að afnema tolla og fjarlægja viðskiptahöft af innfluttum matvælum. Þetta segir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og Félags viðskipta- og hagfræðinga í morgun var fjallað um hvað landbúnaðarstefnan kostar og hvað sé hægt að gera til að lækka matvöruverð hér á landi. Aðalsteinn Leifsson aðjúnkt við Hákólann í Reykjavík segir hagkvæmast að gera snöggar breytingar á landbúnaðarstefnunni en það sé ekki endilega mögulegt út frá pólitísku sjónarmiði. En hvað telur hann helst mögulegt að gera til þess að lækka matvöruverð? Aðalsteinn segir það einkum vera tvo þætti sem skipti þar máli. Í fyrsta lagi þurfi virkt samkeppniseftirlit og það sé grunnurinn. Í öðru lagi þá þurfi að fara út í aðgerðir sem miða að því að lækka viðskiptahöft hér á landi, lækka ofurtollana og breyta stuðningskerfinu í landbúnaði. Í því séu svo tvær leiðir. Annars vegar að fara út í einhliða lækkun á viðskiptahöftunum og hins vegar að fara út í gagnkvæma lækkun á viðskiptahöftum.
Í Evrópusambandinu eru breytingar á landbúnaðarstefnu og byggðastefnu gerðar samhliða og telur Aðalsteinn þá leið geta hentað Íslendingum vel. Í Nýja Sjálandi var farin önnur leið en þar voru gerðar voru mjög rótækar breytingar á landbúnaðarstefnunni á stuttum tíma sem gafst fljótt vel. En er möguleikli að hér verið farin sama leið og í Nýja Sjálandi og allir tollar verði afnumdir á einu bretti?
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að það verði ekki gert, það liggi ljóst fyrir. Hins vegar sé ætlunin að forsætiðsráðherra skipi sérstaka nefn til þess að fjalla um matvöruverðið og til að fara ofan í þessa hluti alla saman á breiðum grundvelli og móta tillögur um það hvernig hægt sé að lækka matvöruverð hér á landi.
Forstöðumaður rannsóknarseturs verslunarinnar segir bændur fá fimmtán til sautján milljarða á ári sem felast í styrkjum og í hærra vöruverði vegna innflutningsverndar. Hins vegar sé ætlunin sú að forsætisráðherra skipi sérstaka nefnd til þess að fjalla um matvöruverð með því að fara ofan í þessa hluti alla saman á breiðum grundvelli og móti tillögur um það hvernig hægt sé að lækka matvöruverð hér á landi.
Jón Þór Sturluson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir að þetta jafngildi því að 70% af tekjum bænda eru í formi einhverskonar stuðnings frá skattgreiðendum eða frá neytendum í formi hærra vöruverðs.
Jón Þór bendir á að það að lækka eða fella niður tolla og hækka um leið beinar greiðslur til bænda geta lækkað matvöruverð. Fyrst væri það bara tilfærsta sem myndi hækka reikning skattgreiðenda en lækka matvöruverð, en til lengri tíma yrði það hagkvæmara. Því með rétt verð mynu bændur taka skynsamari ákvarðanir, eiga auðveldra með að skipuleggja sig og sækja inn á nýja markaði.
Eftir að tollar voru lækkaðir á grænmeti og styrkjum breytt óttuðust margir að innlend framleiðsla myndi hrynja. Það gerðist hins vegar ekki. Til dæmis lækkaði verð á tómötum og grænmetisbændur fundu nýjar leiðir til markaðssetningar
Greint frá á visir.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana