Vertu memm

Freisting

Matvælaverð í heiminum hækkar

Birting:

þann

Samkvæmt skýrslu sem kom út í dag frá International Food Policy Research Institute í Washington, mun verð á matvælum hækka í nánustu framtíð.

Í frétt CNN um skýrsluna er fjallað um spá stofnunarinnar um að matvælaverð muni hækka vegna loftslagsbreytinga og aukinnar neyslu risaþjóða eins og Kína og Indlands. Hækkunin mun samkvæmt spánni hafa mikil neikvæð áhrif á aðgengi fátækustu íbúa jarðarinnar að mat og fátæk jarðyrkjusamfélög sem eru einna viðkvæmust fyrir breytingum á umhverfinu munu verða illa úti. Landbúnaðarframleiðsla jarðar mun minnka um 16% fram til ársins 2020 vegna loftslagsbreytinga og hveitiframleiðsla gæti jafnvel horfið að fullu á afríska meginlandinu.

Í skýrslunni kemur einnig fram að aukin eftirspurn eftir unnum mat og dýrum kjöt- og mjólkurvörum gæti orðið til þess að hækka verð á þessum vörum. Stofnunin leggur til að viðskiptahindranir á matvælum verði afnumdar, sérstaklega í þróunarlöndum, til þess að smábændur haldist á floti.

Verði af þeirri þróun sem skýrslan spáir fyrir um er ekki vitað hvort hún hefði áhrif á matvælaverð á Íslandi, en þetta er greint frá á fréttasíðunni Dv.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið