Freisting
Matvælaverð á Íslandi – skortur veldur hækkandi verðlagi
SAF (Samtök ferðaþjónustunnar) hafa lengi mótmælt háu matarverði og óskað eftir að ríkisvaldið á hverjum tíma taki á þessu stóra vandamáli í íslenskri ferðaþjónustu. Há vörugjöld, innflutningshöft og tollkvótar hafa leitt til þess að matarverð á Íslandi er tugum prósenta hærra en í öðrum löndum Evrópu.
Framkvæmdastjóri SAF skrifaði grein um matarverð í Morgunblaðið 25.6. og er hægt að lesa hana hér að neðan:
Matvælaverð á Íslandi
skortur veldur hækkandi verðlagi
Miklar umræður um matvælaverð hafa verið nú í vor meðal veitingamanna en það er einn mikilvægasti grunnþáttur í ferðaþjónustu að veita ferðamönnum mat og drykk og hafa veitingamenn mátt búa við ýmis heimsmet í verðlagi aðfanga sinna, bæði matvæla og áfengis. Ástæða þessara miklu umræðna er starf það sem unnið er í matvælaverðsnefnd forsætisráðuneytisins en niðurstaðna hennar er að vænta á næstunni. Skýrslur sem gefnar hafa verið út um matvælaverð síðustu árin sýna ljóslega að matarverð á Íslandi er mun hærra en í löndum Evrópusambandsins. Sérstaklega hefur verið litið til skýrslu Hagfræðistofnunar sem gefin var út árið 2004 þar sem fram kom að verð í flestum matarflokkum væri 30-70% hærra en í ESB og var þá miðað við árið 2001. Margir urðu til þess að gagnrýna hversu gamlar þessar upplýsingar væru en benda má á skýrslu norrænna samkeppniseftirlita frá því í desember 2005 þar sem kemur fram að verð á matvörum í verslunum á Íslandi sé 42% hærra en í 15 löndum ESB. Ótal fleiri skýrslum er til að dreifa og því er öllum ljós staða okkar í þessu máli.
Í upphafi þessa árs setti forsætisráðuneytið fyrrgreinda nefnd á laggirnar en hún á að semja tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs og bænda og treysta menn því að þar sé verið að vinna raunhæfar tillögur til úrbóta. Veitingamenn hafa lagt mikla áherslu á að vörugjöld á matvöru verði afnumin þegar í stað, að aðflutningshindranir verði afnumdar í skrefum og að öll sala matvara sé í sama virðisaukaskattsþrepi, jafnt hrá sem soðin. Matur er í dag seldur með svo fjölbreyttum hætti og á svo margbreytilegum sölustöðum að það er orðin brýn nauðsyn að jafna og einfalda skattkerfið. Veitingamenn hafa lengi bent á slæma stöðu sína en þeir eru ásamt öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu í mikilli samkeppni á alþjóðavettvangi.
Nú mega veitingamenn og kaupmenn búa við skort á ákveðnum landbúnaðarvörum og þá eru tollkvótar boðnir út sem stórhækka vöruna í verði. Þar að auki duga tollkvótarnir ekki og þá þurfa fyrirtækin að flytja vörurnar inn á ofurtollum. Þetta er ekki boðlegt.
Íslenskir neytendur, þ.m.t. veitingamenn, hafa í áraraðir spurt hvort stjórnvöldum á hverjum tíma þyki það eitthvert lögmál að Íslendingar greiði langhæsta matarverð sem finnst á byggðu bóli og nú mega menn þar að auki búa við skort á meðan offramboð er á landbúnaðarvörum í nágrannalöndum. Við munum fá svör við því þegar matvælaverðsnefndin hefur lagt tillögur sínar í dóm stjórnvalda en miklar vonir eru bundnar við starf þetta.
Greint frá á heimasíðu Samtaka ferðaþjónustunnar
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði