Frétt
Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030
Fyrsta matvælastefna fyrir Ísland var kynnt í liðinni viku. Hún hefur það að markmiði að tryggja fæðuöryggi, sjálfbærni og matvælaöryggi og nær til ársins 2030. Stefnan tekur skýra afstöðu til mikilvægra þátta er varða matvælaöryggi og neytendavernd og markar m.a. aukinn stuðning við verkefni Matvælastofnunar. Stefnan leggur fram fimm áhersluþætti ásamt aðgerðaráætlun, en þeir eru neytendur, lýðheilsa, framleiðni og nýsköpun, ímynd og öryggi og að lokum umhverfi og loftslag.
Sjá einnig:
Rekjanleiki er hornsteinninn í matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem innleidd var á Íslandi á árunum 2010-2011. Markmiðið með einni sameiginlegri löggjöf var m.a. að fyrirbyggja þann skort á rekjanleika í framleiðslukeðjunni og milli Evrópulanda sem kom í ljós þegar kúariða smitaði neytendur í gegnum matvæli. Í flóknu alþjóða umhverfi matvælaframleiðslu í dag er rekjanleiki forsenda þess að hægt sé að bregðast við hættum sem steðjar að neytendum á skilvirkan hátt.
Sameiginleg Evrópulöggjöf tryggir einnig samræmdar reglur um miðlun upplýsinga til neytenda. Réttar merkingar eru forsenda þess að neytandi geti tekið upplýsta ákvörðun um matvæli sem hann neytir og sé ekki blekktur. Með stefnunni taka íslensk stjórnvöld skýra afstöðu til þessara lykilþátta í matvælaöryggi og neytendavernd og hyggjast setja reglur sem ganga lengra í upplýsingagjöf um matvæli.
Kynningarmyndband um Matvælastefnu
Matvælastefnan boðar heildstæða endurskoðun á opinberu eftirliti tengt matvælum með það að markmiði að auka skilvirkni, sanngirni og draga úr kostnaði og skörun milli eftirlitsaðila. Leiðir verða skoðaðar til að einfalda rekstrarumhverfi matarfrumkvöðla og smáframleiðenda m.a. í þágu nýsköpunar.
Talið er að um 17% dauðsfalla á Íslandi megi rekja til matarvenja og hlutfall fullorðinna sem eru of þungir hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu 15 árum. Stefnan leggur áherslu á reglubundna könnun á mataræði landsmanna, bæði barna og fullorðinna. Niðurstöðurnar verða grundvöllur tillagna og efnahagslegra hvata til að bæta lýðheilsu, ýta undir aðgengi almennings að heilnæmum matvælum og draga úr neyslu óhollra matvæla.
Nýtingu matvæla skal bæta í þágu umhverfis og koma margar stofnanir þar að. Matvælastofnun ítrekar að sala matvæla eftir að „Best fyrir“ dagsetning rennur út er leyfileg í matvöruverslunum að því gefnu að þau matvæli séu sett til hliðar og seld sem slík. Þetta er einn liður sem nýta má í auknum mæli til að koma í veg fyrir matarsóun. Sala matvæla eftir „Síðasti notkunardag“ er hins vegar óheimil þar sem þau geta verið hættuleg neytendum.
Sala á matvörum án umbúða er leið til að draga úr plastnotkun. Tryggja þarf matvælaöryggi við slíka sölu samkvæmt leiðbeiningum Matvælastofnunar til verslana og neytenda um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina.
Mynd: stjornarradid.is
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni5 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…