Freisting
Matur og mold á norðurlandakeppni
Vikuna 7. til 10. maí síðastliðinn var haldið í Reykjavík Norðurlandaþing matreiðslumeistara. Vil ég þakka fyrir skemmtilegt þing og ánægjuleg kynni við marga kollega frá hinum Norðurlöndunum. Í tengslum við þingið var haldin matreiðslukeppni um besta matreiðslumann Norðurlandanna eins og venja er hjá NKF í tengslum við Norðurlandaþing.
Þessi keppni er ástæða þess að ég sendi ykkur þessar línur. Þar sá ég gjörning sem ég á erfitt með að skilja og satt best að segja hafði ekki hugmyndaflug í að gæti nokkru sinni gerst. Einn keppandinn skar sig úr svo vægt sé til orða tekið með því að skreyta forréttardiskinn sinn með MOLD! Dauðhreinsaðri mold. Í aldanna rás hefur það verið meginregla í allri matreiðslu að hreinsa burt öll óhreinindi úr matvöru og alla mold af garð ávöxtum fyrir eldun. Fyrir utan moldina sem á disknum var hafði keppandinn lifandi halakörtur í botni disksins sem synntu um í vökva. Eftir því sem ég best veit eru halakörtur næmar fyrir salmonellu og því fásinna að láta þær koma nálægt nokkrum matvælum. Þessi breyting er svo fjarstæðukennd að hún krefst þess að verða skoðuð ofan í kjölinn. Ég hef í mörg ár verið formaður í sveinsprófsnefnd Hótel og Matvælaskólans á Íslandi og því unnið mikið með ungu matreiðslufólki sem er að ljúka námi í matreiðslu og á leið út í lífið. Í samskiptum mínum við ungmennin þekki ég vel hve hugmyndarík þau eru og tilbúin að reyna eitthvað nýtt.
Í ljósi þess að Norrænu dómararnir sem dæmdu þessa keppni gáfu viðkomandi keppanda einkunn fyrir framangreindan disk er ljóst að okkur og öðrum sem störfum við að meta faglega þekkingu, færni og hæfni nemenda í matreiðslu, sem og aðrir dómarar sem meta færni keppenda í matreiðslukeppnum vítt og breytt, búa nú við breytt viðmið í öllu tilliti. Ég lít svo á að þessi gjörningur hafi engan menningarauka í för með sér fyrir matargerðarlistina, komi óorði á Norræna eldhúsið sem á í öllum tilfellum að endurspegla hreinleika og vísa til ferskleika þess hráefnis sem við eigum hér á Norðurslóðum. Það að dómararnir skyldu dæma diskinn veldur mér vonbrigðum jafnvel þó að yfirdómarinn sem var breskur gæfi út þá reglu að ekki skildi tekið tillit til skrauts á disknum sem mér skilst að moldin hafi verið. Auk þessa setti keppandinn mold ( dauðhreinsaða mold) yfir humarin og sandhverfuna, en það var aðalhráefni í forréttinum. Ég er næstum því viss um að þessi ungi keppandi var í svipuðu stuði og HC Andersen þegar hann samdi hið fullkomna verk Nýju fötin keisarans. Allir sáu vitleysuna, enginn þorði að taka af skarið, heldur pískruðu hver við annann út í horni. Það eina sem vantaði var barnið sem örugglega hefði séð að ungi ofurkappinn hafði farið út af brautinni.
Ég bið ykkur á Freisting.is að birta þessar línur á heimasíðu ykkar svo fram megi fara umræða um svona hluti, og í leiðinni að örva vitund okkar um það hvað má og hvað má ekki.
Virðingarfyllst,
Fyrir hönd sveinsprófsnefndar í matreiðslu á Íslandi
Friðrik Sigurðsson.
Þetta bréf var einnig sent á stjórn NKF.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé