Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matur og Drykkur opnar um helgina

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli ætlar að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar

Veitingastaðurinn Matur og drykkur opnar í Alliance húsinu úti á Granda um helgina.  Ævintýralegir réttir verða á matseðlinum en líka pylsa með öllu.

Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson segir að hugmyndin sé að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar, kveikja á henni áhuga, og þróa hana lengra:

Matur og Drykkur

Mynd frá framkvæmdum

Við Íslendingar höldum stundum að hér á landi sé engin raunveruleg matarhefð en við erum einfaldlega ekki nógu dugleg að halda henni á lofti. Gamlar íslenskar uppskriftir byggja ekki allar á súrum eða söltuðum mat, þvert á það sem margir halda. Sá matur var ekki borðaður hér nema fáa mánuði á ári enda iðar sjórinn og hagarnir af lífi og hér vaxa margar bragðgóðar jurtir sem hafa verið settar í uppskriftir og eldaðar í þúsund ár.

, segir Gísli í samtali við Nútímann.

Matur og Drykkur

Veitingastaðurinn Matur og drykkur er staðsettur í Alliance húsinu úti á Granda

Á meðal þess sem boðið verður upp á er plokkfiskur, pylsa með öllu og rúgbrauðsúpa. Ævintýralegri réttir verða einnig á matseðlinum. Þar má nefna þorsklifur á laufabrauði, flatköku með taðreyktri bleikju, söl og engiferkotasælu, og brasaðan þorskhaus með hverarúgbrauði.

Okkar markmið er ekki að sjokkera fólk heldur fyrst og síðast að búa til ótrúlega góðan, ferskan mat sem byggir á hefðinni og því sem við höfum úr að spila.  Draumurinn er að fólk sem bragði matinn hjá okkur sjái íslenska matarmenningu í nýju ljósi og fari í framhaldinu að leika sér meira að íslenskum hefðum í eldhúsinu heima.

, segir Gísli að lokum.

 

Greint frá á nutiminn.is.

Myndir: af facebook síðu Matur og Drykkur.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið