Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matur og Drykkur opnar um helgina
Veitingastaðurinn Matur og drykkur opnar í Alliance húsinu úti á Granda um helgina. Ævintýralegir réttir verða á matseðlinum en líka pylsa með öllu.
Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson segir að hugmyndin sé að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar, kveikja á henni áhuga, og þróa hana lengra:
Við Íslendingar höldum stundum að hér á landi sé engin raunveruleg matarhefð en við erum einfaldlega ekki nógu dugleg að halda henni á lofti. Gamlar íslenskar uppskriftir byggja ekki allar á súrum eða söltuðum mat, þvert á það sem margir halda. Sá matur var ekki borðaður hér nema fáa mánuði á ári enda iðar sjórinn og hagarnir af lífi og hér vaxa margar bragðgóðar jurtir sem hafa verið settar í uppskriftir og eldaðar í þúsund ár.
, segir Gísli í samtali við Nútímann.
Á meðal þess sem boðið verður upp á er plokkfiskur, pylsa með öllu og rúgbrauðsúpa. Ævintýralegri réttir verða einnig á matseðlinum. Þar má nefna þorsklifur á laufabrauði, flatköku með taðreyktri bleikju, söl og engiferkotasælu, og brasaðan þorskhaus með hverarúgbrauði.
Okkar markmið er ekki að sjokkera fólk heldur fyrst og síðast að búa til ótrúlega góðan, ferskan mat sem byggir á hefðinni og því sem við höfum úr að spila. Draumurinn er að fólk sem bragði matinn hjá okkur sjái íslenska matarmenningu í nýju ljósi og fari í framhaldinu að leika sér meira að íslenskum hefðum í eldhúsinu heima.
, segir Gísli að lokum.
Greint frá á nutiminn.is.
Myndir: af facebook síðu Matur og Drykkur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla