Vertu memm

Neminn

Matsalurinn fær nafnið Sunnusalur

Birting:

þann


Hér má sjá Margréti Friðriksdóttur, skólastjóra ásamt vinningshafanum afhjúpa nafn matsalarins.

Nú á dögunum fékk matsalurinn í MK og Hótel og matvælaskólanum nýtt nafn og „Sunnusalur“ er hið nýja andlit. Dómnefnd skipuð fjórum aðilum stjórnenda, kennara og fulltrúa nemendafélags tókst á hendur það vandaverk að velja nafn úr potti þeirra 160 nafnlausu hugmynda sem fyrir þau voru lögð.

Vinningstillöguna átti Sunna Karen Sigurþórsdóttir og var leyst út með veglegum verðlaunum, út að borða í Sunnusal í heila tvo mánuði. Margar tilnefningar bárust, t.a.m. Hlégarður eða Éljúðnir, Matarholan eða Fóðurgryfjan – eða jafnvel Matsalurinn? Frumleikinn var allsráðandi.

Þess má geta að auðvitað hafði dómnefnd ekki hugmynd um nafn vinningshafa er nafnið var ákveðið.

Mynd: mk.is | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið