Neminn
Matsalurinn fær nafnið Sunnusalur
Hér má sjá Margréti Friðriksdóttur, skólastjóra ásamt vinningshafanum afhjúpa nafn matsalarins.
Nú á dögunum fékk matsalurinn í MK og Hótel og matvælaskólanum nýtt nafn og „Sunnusalur“ er hið nýja andlit. Dómnefnd skipuð fjórum aðilum stjórnenda, kennara og fulltrúa nemendafélags tókst á hendur það vandaverk að velja nafn úr potti þeirra 160 nafnlausu hugmynda sem fyrir þau voru lögð.
Vinningstillöguna átti Sunna Karen Sigurþórsdóttir og var leyst út með veglegum verðlaunum, út að borða í Sunnusal í heila tvo mánuði. Margar tilnefningar bárust, t.a.m. Hlégarður eða Éljúðnir, Matarholan eða Fóðurgryfjan – eða jafnvel Matsalurinn? Frumleikinn var allsráðandi.
Þess má geta að auðvitað hafði dómnefnd ekki hugmynd um nafn vinningshafa er nafnið var ákveðið.
Mynd: mk.is | [email protected]

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni