Neminn
Matsalurinn fær nafnið Sunnusalur
Hér má sjá Margréti Friðriksdóttur, skólastjóra ásamt vinningshafanum afhjúpa nafn matsalarins.
Nú á dögunum fékk matsalurinn í MK og Hótel og matvælaskólanum nýtt nafn og „Sunnusalur“ er hið nýja andlit. Dómnefnd skipuð fjórum aðilum stjórnenda, kennara og fulltrúa nemendafélags tókst á hendur það vandaverk að velja nafn úr potti þeirra 160 nafnlausu hugmynda sem fyrir þau voru lögð.
Vinningstillöguna átti Sunna Karen Sigurþórsdóttir og var leyst út með veglegum verðlaunum, út að borða í Sunnusal í heila tvo mánuði. Margar tilnefningar bárust, t.a.m. Hlégarður eða Éljúðnir, Matarholan eða Fóðurgryfjan – eða jafnvel Matsalurinn? Frumleikinn var allsráðandi.
Þess má geta að auðvitað hafði dómnefnd ekki hugmynd um nafn vinningshafa er nafnið var ákveðið.
Mynd: mk.is | [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var