Markaðurinn
Matreiðslumenn landsins: Prufaðu fiskrétt Gumma Kíró í mötuneytinu – Nýr fiskréttur vakti lukku

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, með hinn nýja og ljúffenga fiskrétt Bon appétit.
Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, heimsótti fiskverslunina Hafið í Hlíðasmára á dögunum og kynnti nýjan fiskrétt sem nefnist Bon appétit, sem hann hannaði í samstarfi við Hafið. Rétturinn samanstendur af þorskhnakka í hvítlauks- og kryddjurtamarineringu, borinn fram með sætkartöflu, aprikósupestó og sriracha-smjöri.
Gestir og gangandi fengu tækifæri til að smakka réttinn og voru viðtökurnar afar góðar. Stemningin í versluninni var lífleg og ánægjuleg, og starfsfólkið þakkar öllum sem lögðu leið sína við kærlega fyrir hlýjar móttökur og ánægjulega stund.
Að sögn Bjarka Gunnarssonar, verslunarstjóra í Hlíðasmára, í samtali við Veitingageirann.is, hefur rétturinn fengið einstaklega góðar undirtektir. Bjarki, sem er menntaður bæði sem matreiðslumaður og kjötiðnaðarmaður, segir að mikilvægast sé að bjóða upp á gæðaríkar og fjölbreyttar sjávarafurðir sem vekja áhuga viðskiptavina.
Gætir þú útbúið þennan rétt fyrir mötuneyti, ef matreiðslumenn myndu panta hann hjá þér?
„Það fer auðvitað eftir magninu,“ segir Bjarki. „Það væri ekki raunhæft að útbúa 1000 skammta í einu, en fyrir 200–300 skammta væri það vel framkvæmanlegt.“
Nánari upplýsingar á: www.hafid.is
Meðfylgjandi myndir tók Pétur Örn Pétursson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður










