Freisting
Matreiðslumeistari opnar gallerí
Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari hefur í nógu að snúast þessa helgi eins og reyndar flestar helgar.
Í kvöld verður hann önnum kafinn með svuntuna rígbundna utan um sig á herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarðar sem verður haldið á Hótel Sögu. Við höfum verið með þetta í Súlnasalnum frá 1983. Þetta verður 200 manna veisla og heljarinnar málverkauppboð líka. Þarna verða tuttugu verk boðin upp, segir Úlfar, hress í bragði.
Á boðstólum verða meðal annars nauta- og kálfahryggssneiðar með uxahalakjöti, gljáð sósa og reykt paprika. Segist Úlfar hreinlega fá vatn í munninn við tilhugsunina.
Á morgun mun Úlfar síðan opna nýtt myndlistagallerí sem nefnist einfaldlega Gallerí Úlfar. Er það staðsett á horni Baldursgötu og Óðinsgötu, á móti veitingastað hans, Þrír Frakkar. Úlfar hefur verið með aðstöðu í húsinu fyrir starfsfólk og skrifstofur auk þess sem þvottahús hefur verið rekið þar. Eftir að húsnæðið var endurskipulagt kom fram sú hugmynd að opna þarna gallerí í einu herberginu.
Sigurdís Harpa Arnardóttir mun vígja húsnæðið með málverkasýningu sinni á morgun og verður galleríið opnað klukkan 16.00. Úlfar segist alla tíð hafa verið mikill myndlistaáhugamaður. Ég lærði hjá Tolla í Síld og fiski og var að vinna á Holtinu og í Leikhúskjallaranum. Þú getur rétt ímyndað þér hvort maður hafi ekki smitast örlítið, segir hann. Það er svo yndislegt að hafa málverk á veggjunum. Ég er með bíladellu, sjóstangaveiðidellu og svo myndadellu. Ég vil aðeins leggja mitt lóð á vogarskálarnar með þessu galleríi og rétta fram hjálparhönd ef ég get.
Á sunnudaginn verður Úlfar á vaktinni á veitingastað sínum, rétt eins og hann verður megnið af laugardeginum.
Birt á vísir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt