KM
Matreiðslumaður Ársins 2010
Forkeppni fyrir keppnina um Matreiðslumann ársins 2010 verður haldin þann fimmtudaginn 23. september í Vetrargarðinum í Smáralind.
Þar verða valdir 5 keppendur sem fara í úrslitakeppni sem verður haldin sunnudaginn 26. september í Vetrargarðinum Smáralind.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu og hafa staðfest þátttöku með greiðslu keppnisgjalds kr. 20.000.- fyrir 1. september 2010.
Fimm efstu komast í úrslitakeppnina, ekki eru gefin upp sæti. Tilkynnt verður samdægurs hverjir komast áfram.
Keppendur hafa 1 klukkutíma til að afgreiða matinn; forrétt og aðalrétt.
Keppendur eiga að koma með allt hráefni sjálfir, eins mikið forunnið/eldað og þeir kjósa.
Ekkert hráefni fáanlegt á keppnisstað.
Hráefni og uppsetning:
Eldaður er forréttur og aðalréttur fyrir 6 manns sem eru framreiddir á diskum.
(5 fyrir dómara)
Dæmt er eftir NKF reglum, nema að vægi dóma í forkeppni er eftirfarandi;
Vægi dóma:
Eldhúsvinna, hreinlæti og tímasetningar 10%
Framsetning/samsetning 40%
Bragð 50%
Áhöld:
Eldhúsin verða án smá áhalda
Dómarar:
Dæmt verður með blind smakki og dómarar verða 5 sem allir hafa lokið dómaranámskeiði NKF.
Auk tveggja eldhúsdómara.
Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem er svartar buxur, hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.
Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á Íslensku og ensku í tölvutæku formi, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs Matreislumeistara.
Skráning:
Skráning er á [email protected]
Keppnisgjald er kr. 20.000,-
Skráningarfrestur er til 1. september 2010
Í skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
-
Nafn
-
Vinnustaður
-
e-mail
-
Aldur
-
Greiðandi
Leggja á keppnisgjaldið inn á reikning KM:
0513-26-406407
kt: 571091-1199
ISK 20.000,-
Fyrir 1. september 2010
Nefnd um Matreiðslumann ársins

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss