Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mathús Garðabæjar er búið að opna
Mathús Garðabæjar er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Garðatorg 4b og eins og nafnið á veitingastaðnum gefur til kynna í Garðabæ.
Að Mathúsi Garðabæjar standa tveir reyndir matreiðslumenn, Stefán Magnússon og Þorkell Garðarsson ásamt framreiðslumanninum Róberti Rafni Óðinssyni.
Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn veitingastaður sem býður upp á vandaðan mat, sem matreiddur er úr fyrsta flokks hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur en boðið er uppá fisk, kjötmeti og súpu dagsins sérvalið eftir því hvað er ferskast hverju sinni ásamt hefðbundnum matseðli. Alla daga verður hægt að fá nýkreista ávaxta djúsa og hollar samlokur, hvort sem gestir vilja borða á staðnum eða taka með.
Um helgar er boðið upp á „brunch“ hlaðborð frá kl. 11:30 – 14:00 og á sunnudagskvöldum frá kl. 18:00 verða steikardagar eða „Sunday roast“eins og best gerist.
Mathús Garðabæjar leggur mikla áherslu á að koma til móts við blessuð börnin, bæði hvað snertir mat og afþreyingu. Í því sambandi er einstakt krakkaherbergi á staðnum. Staðurinn býður einnig uppá flotta setustofu þar sem gestir geta sest, slappað af, fengið sér drykk og horft á boltann ef svo ber undir.
Mathús Garðabæjar býður einnig upp á að matur sé sóttur og tekinn með heim ásamt almennri veisluþjónustu. Minni veislur, fyrir um 20-40 manns, verður hægt að halda á staðnum á prívat svæði með öllu tilheyrandi, að því er fram kemur á facebook síðu veitingastaðarins.
Opnunartími eldhúss er frá 11.30 til 22.00 alla daga og staðurinn opinn til 23.00 alla daga.
Myndir: Facebook / Mathús Garðabæjar
Mathús Garðabæjar á samfélagsmiðlum:
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé