Frétt
Mathallir Reykjavíkur á Hlemmi og Granda opna aftur fyrir gesti og gangandi
Mathallir Reykjavíkur á Hlemmi og Granda hafa opnað fyrir gesti og gangandi. Fyrst um sinn verða mismunandi opnunartímar hjá stöðum en verða svo samræmdir eftir því sem samfélagið kemst í eðlilegra horf.
Á Hlemmi er búið að byggja vegg og skipta því Mathöllinni í tvö 50 manna rými. Á Granda eru einnig tvö rými sem geta hýst 50 manns hvort um sig. Ekki má svo gleyma útiborðum sem eru kærkomin á sólríkum dögum.
Talið er inn í Mathallirnar og 2 metra reglan er að sjálfsögðu í gildi. Snertifletir eru hreinsaðir og spritt í boði fyrir alla gesti.
Opnunartímar næstu daga hjá Mathöllinni á Hlemmi
- BRAUÐ & CO: Kl. 8:00 – 16:00.
- TE & KAFFI: Kl. 8:00 – 17:00.
- FLATEY PIZZA: Kl. 11:30 – 21:00.
- SKÁL: Kl. 17:00 – 21:00.
- BANH MI: Kl. 11:00 – 20:00.
- FUEGO: Mán – Lau Kl. 17:00 – 21:00. Lokað Sunnudag.
- KRÖST: Mán – Mið Kl. 12:00 – 21:00. Fim – Lau Kl. 12:00 – 22:00. Lokað Sunnudag.
- TIL SJÁVAR & TIL SVEITA: Þri – Mið Kl. 11:00 – 21:00. Fim – Sun Kl. 11:00 – 22:00. Lokað Mánudag
- OSTERIA EMILIANA: Lokað.
Opnunartímar næstu daga hjá Granda Mathöll
- FJÁRHÚSIÐ: Kl. 11:00 – 21:00.
- HÆNSNAKOFINN: Kl. 11:00 – 21:00.
- FRYSTIHÚSIÐ H13: Kl. 11:00 – 21:00.
- GASTRO TRUCK: SUN – FIM Kl. 11:30 -21. FÖS – LAU Kl. 11:30 – 21:30
- KORE: Kl. 11:30 – 21:00
- SPES KITCHEN: Kl. 11:30 – 21:00
- SKJALDBAKAN: 17:30 – 21:00
- LAX: LOKAÐ
Mynd: facebook / Hlemmur Mathöll

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn