Frétt
Mathallir Reykjavíkur á Hlemmi og Granda opna aftur fyrir gesti og gangandi
Mathallir Reykjavíkur á Hlemmi og Granda hafa opnað fyrir gesti og gangandi. Fyrst um sinn verða mismunandi opnunartímar hjá stöðum en verða svo samræmdir eftir því sem samfélagið kemst í eðlilegra horf.
Á Hlemmi er búið að byggja vegg og skipta því Mathöllinni í tvö 50 manna rými. Á Granda eru einnig tvö rými sem geta hýst 50 manns hvort um sig. Ekki má svo gleyma útiborðum sem eru kærkomin á sólríkum dögum.
Talið er inn í Mathallirnar og 2 metra reglan er að sjálfsögðu í gildi. Snertifletir eru hreinsaðir og spritt í boði fyrir alla gesti.
Opnunartímar næstu daga hjá Mathöllinni á Hlemmi
- BRAUÐ & CO: Kl. 8:00 – 16:00.
- TE & KAFFI: Kl. 8:00 – 17:00.
- FLATEY PIZZA: Kl. 11:30 – 21:00.
- SKÁL: Kl. 17:00 – 21:00.
- BANH MI: Kl. 11:00 – 20:00.
- FUEGO: Mán – Lau Kl. 17:00 – 21:00. Lokað Sunnudag.
- KRÖST: Mán – Mið Kl. 12:00 – 21:00. Fim – Lau Kl. 12:00 – 22:00. Lokað Sunnudag.
- TIL SJÁVAR & TIL SVEITA: Þri – Mið Kl. 11:00 – 21:00. Fim – Sun Kl. 11:00 – 22:00. Lokað Mánudag
- OSTERIA EMILIANA: Lokað.
Opnunartímar næstu daga hjá Granda Mathöll
- FJÁRHÚSIÐ: Kl. 11:00 – 21:00.
- HÆNSNAKOFINN: Kl. 11:00 – 21:00.
- FRYSTIHÚSIÐ H13: Kl. 11:00 – 21:00.
- GASTRO TRUCK: SUN – FIM Kl. 11:30 -21. FÖS – LAU Kl. 11:30 – 21:30
- KORE: Kl. 11:30 – 21:00
- SPES KITCHEN: Kl. 11:30 – 21:00
- SKJALDBAKAN: 17:30 – 21:00
- LAX: LOKAÐ
Hlemmur lifnar við 👍 Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn 🙂
Posted by Hlemmur – Mathöll on Tuesday, May 5, 2020
Mynd: facebook / Hlemmur Mathöll

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?