Frétt
Matargerð Út í Bláinn í Perlunni er einföld og góð með nostalgískum blæ
Í júlí opnaði nýr veitingastaður og kaffihús á efstu hæð Perlunnar. Veitingahúsið, sem rekið er af sömu aðilum og eiga Kaffitár, hefur hlotið nafnið Út í bláinn til að endurspegla helsta einkenni hans, himininn sem sést í allri sinni dýrð í glerkúpli Perlunnar. Á sama tíma opnaði Kaffitár nýtt útíbú á 5. hæð hússins.
Perlan hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarna mánuði en þar er nú áhugaverð og yfirgripsmikil náttúrusýning fyrir alla fjölskylduna á vegum Perlu norðursins. Einnig er falleg gjafavöruverslun á vegum Rammagerðarinnar rekin í húsinu sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Mikil breyting á veitingahúsi Perlunnar
Það er óhætt að segja að veitingahús Perlunnar á efstu hæð hafi tekið miklum umbreytingum. Undir hinum fræga glerkúpli er yfirbragðið létt, nútímalegt og fágað. Notast er við marmara og við til að skapa létta og leikandi kaffihúsa og bistró stemningu og fyrir miðju er opið eldhús og lyftuhús sem er þakið af lifandi gróðri. Má því segja að náttúran hafi teygt sig frá gróðursælli Öskjuhlíðinni og inn á veitingahúsið sem öðlast yfirbragð gróðurhúss. Útsýnið frá veitingastaðnum er einstakt en þaðan er hægt að skoða borgina í 360 °, yfir skóg, hafið, strendur, fjöll og mannvirki.
Í miðju rýminu er útsýnispallur þar sem gestir geta komið og notið útsýnisins enn frekar og er sú aðstaða opin öllum gestum byggingarinnar. Perlan og útsýnið frá efstu hæðum verður því mun aðgengilegra fyrir almenning en áður.
Það er uppskrift að fullkomnum degi að fara til dæmis í gönguferð í náttúrufegurð Öskjuhlíðarinnar fyrir eða eftir matinn, en þessi skógsæla hæð er eins og paradís í miðri borg.
Matarhefðir íslendinga mæta klassískri evrópskri matargerð í óhefðbundnu umhverfi
Út í bláinn er veitingahús staðsett undir glerkúpli Perlunnar, töfrandi heimur þar sem skógur nemur við himinninn með óviðjafnanlegu útsýni í allar áttir. Út í bláinn er bistró með léttu og lifandi yfirbragði þar sem áherslan er lögð á einfaldleika og árstíðabundin hráefni, þar sem matarhefðir íslendinga mæta klassískri evrópskri matargerð í óhefðbundnu umhverfi.
Matargerð Út í bláinn er í höndum Atla Þórs Erlendssonar, en Atli er Matreiðslumaður ársins 2015 (Kokkur ársins)og fyrrum kokkalandsliðsmanns sem hefur meðal annars stýrt eldhúsi Grillsins á Hótel Sögu. Matargerðin er einföld með nostalgískum blæ þar sem íslenskar hefðir í bland við klassíska evrópskra matargerðalist fá að njóta sín. Notast er við íslenskt árstíðabundið hráefni.
Atli Þór segir matargerðina af gamla skólanum og á matseðlinum verður hægt verður að finna, meðal annarra rétta, tilbrigði við gufusoðinn þorsk og íslenskar lambakótilettur.
Matseðilinn er hægt að nálgast á heimasíðu veitingastaðarins og er hann einfaldur og lítið um valkvíða og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á kvöldverðamatseðlinum er boðið upp á grafinn urriða sem hægt er að deila (2150 kr), í forrétt er meðal annars lambatartar (1890 kr), bláskel (1890 kr), reykt ýsa (1790 kr), í aðalrétt er þorskurinn góði (3400 kr), lambakótelettur (4200 kr) og eftirréttinn Krakatá kaffiísinn (990 kr) svo fátt eitt sé nefnt.
Í hádeginu er svipað upp á teningnum, einfaldleikinn sem ræður ríkjum, flest allir réttir sem eru á kvöldverðamatseðlinum er í boði í hádeginu að undanskyldu forréttirnir og lambakótiletturnar.
Fjöbreyttur vínseðill er í boði þar sem val er á milli vín hússins, freyðivín, hvítvín, rósavín, rauðvín og sætvín.
Sannkölluð bistró stemning þar sem matseðillinn er einfaldur undir evrópskum, klassískum áhrifum og verðum er stillt í hóf.
Eigendur Út í bláinn
Út í bláinn er rekið af sömu aðilum og eiga Kaffitár sem stofnað var árið 1990. Síðan þá hefur kaffifyrirtækið markað fjölmörg spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Alveg frá upphafi hafa ástríða og fagmennska einkennt framgöngu þess á kaffimarkaði. Kaffibarþjónar Kaffitárs eru fyrir löngu orðnir þjóðkunnir fyrir færni sína við kaffidrykki, og hafa jafnt og þétt lagt „kaffiheiminn“ á borð fyrir neytandann.
“Við elskum að gera mat frá grunni með uppruna og gæði að leiðarljósi. Við viljum að maturinn hjá Út í bláinn endurspegli sömu ástríðu og alúð og kaffið okkar hjá Kaffitári”
, segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitár.
Kaffitár í Perlunni á 5. hæð verður áhersla lögð á gott kaffi og kruðerí.
Allt fer í hringi og nú er hæg uppáhelling mál málanna í kaffiheiminum og er til að gera það vel verður ný tækni notuð við gamla uppáhellinginn þar sem magn kaffis, vatns og tími er nákvæmlega mælt sem hentar hverri kaffitegund. Expressódrykkir verða á sínum stað s.s. cappuccino og latte.
Nýjung – Krakatá kaffiís
Ein nýjungin er Krakatá kaffiís sem er sérstaklega gerður fyrir Kaffitár og þar að auki verða aðrar bragðtegundir í boði þróaðar í samstarfi við Kjörís. Einungis er notast við náttúruleg hráefni. Afogato er ís og expressóskot sem er eins og gott hjónaband, dásamlegt.
Kökur, súrdeigsbrauð, samlokur og kruðerí verður í boði með kaffinu og ísnum.
5. hæð er opið öllum frá kl. 8:00-23:00 og sú hæð því mun aðgengilegri almenningi en áður. Þar er einnig boðið upp á bjór og léttvín og því ekki úr vegi að gleðistund gæti skapast þar þegar líða tekur á daginn.
Á fjórðu hæðinni er svo boðið upp á kaffi, gos, bjór, samlokur, kökur og annað góðgæti ef maður vill grípa eitthvað með sér á hraðferð og hefur ekki í huga að stoppa við lengi í Perlunni.
Með fullt hús stiga á TripAdvisor og Facebook
Það er alltaf gaman að lesa ummæli frá gestum um veitingastaði, þá bæði á TripAdvisor og eins á Facebook. Staðurinn fer greinilega vel af stað en hann er með fullt hús stiga hjá TripAdvisor gestum, en þar kemur meðal annars fram:
„Stunning view and fantastic food“
„Great food and the best view in Reykjavik“
„Fantastic food at the top of Reykjavik“
„Fresh and refined food, in a super classy environment“
Á facebook er það sama upp á teningnum, fullt hús stiga, 5 stjörnur frá öllum og íslendingar eru greinilega ánægðir með mat og þjónustu hjá Út í bláinn, en þar segir:
„Dásamlega fallegt útsýni og hreint út sagt geggjaður matur á viðráðanlegu verði“
„Var að koma úr lunch hjá ykkur og kom skemmtilega á óvart – frábær matur og huggulegt umhverfi. Kem klárlega aftur – til lukku með þetta.“
Opnunartímar eru sem hér segir:
Veitingastaðurinn, Út í bláinn: 11:30-14:00 og 17:00-22:00.
Kaffitár 5. hæð: 8:00-23:00
Kaffitár 4. hæð: 8:00-20:00
Frá fyrstu prufukeyrslunni – Þorskurinn
Myndir: facebook / Út í bláinn
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn46 minutes síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa