Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarauður Suðurlands opinberar tvö matarkort á rafrænu formi
Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.
Markaðsstofa Suðurlands bauð upp á fjórar vinnustofur um mat og vöruþróun í byrjun sumars þar sem allir þeir sem vinna með mat allt frá framleiðslu til framreiðslu var velkomið að sækja. Erindi voru frá Kristínu Maríu Sigþórsdóttur upplifunarhönnuði, Gísla Matthíasi Auðunssyni matreiðslumeistara hjá Slippnum, Bjarka Þór Sólmundssyni hjá Bragganum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur hjá Hótel Fljótshlíð og Svavari og Berglindi hjá Havarí. Markmið með vinnustofunum var að veita innblástur, gefa rými til samtals á milli aðila og vinna gögn til að nýta í kortlagningu Matarauðs Suðurlands.
Afurð verkefnisins eru tvö matarkort á rafrænu formi, annarsvegar kortlagning á veitingarstöðum og hinsvegar matvælaframleiðslu á Suðurlandi. Matarkortin eru lifandi, fyrirtæki breytast stöðugt þannig að uppfæra þarf kortin reglulega. Einnig voru staðir flokkaðir eins og hægt er miðað við þær upplýsingar sem voru til staðar. Ákveðið var því að vista kortin inn á kortavef Google svo að auðvelt verði að bæta við stöðum sem og taka staði út sem ekki lengur eru í rekstri. Allar ábendingar eru vel þegnar um hvað vantar inn á kortið eða hvaða staðir eru ekki lengur í rekstri/framleiðslu.
Kortlagning þessi er góður grunnur fyrir önnur verkefni sem unnin verða á Suðurlandi sem byggð er á þeim matarauði sem Suðurland hefur yfir að ráða, þar má sem dæmi nefna nýjar og eldri ferðaleiðir þar sem þemað er maturinn, markaðsverkefni ýmiskonar eða vinna með sjálfbærni og mat.
Kortin má finna á þessari slóð: Matarauður Suðurlands eða skoða þau hér að neðan:
Kort af veitingastöðum á Suðurlandi:
Kort af matvælaframleiðendum á Suðurlandi:
Mynd: 360hotel.is
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi