Vín, drykkir og keppni
Malbygg 5 ára – Magnús Már: „Við erum kannski ekki stærsta nafnið….“
„Við erum kannski ekki stærsta nafnið en fólk er farið að þekkja vörumerkið ansi vel,“
segir Magnús Már Kristinsson í samtali við Morgunblaðið, en Magnús er einn aðstandenda brugghússins Malbyggs sem fagnar fimm ára afmæli sínu um helgina.
Malbygg hefur verið í hópi vinsælustu handverksbrugghúsa á Íslandi frá stofnun þess enda eru margir þeirrar skoðunar að bjórar þess séu vel samanburðarhæfir við bjóra frá þekktum brugghúsum úti í heimi.
Fyrsti bjór Malbyggs var kynntur til sögunnar á árlegri bjórhátíð á Kex Hostel í febrúar 2018 og skömmu síðar fóru bjórar brugghússins að rata í Vínbúðina.
Síðan þá hafa 93 nýjar bjórtegundir litið dagsins ljós, hvorki meira né minna. Margar hafa notið mikilla vinsælda bjóráhugafólks, til að mynda Sopi, Kisi og Pardus.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / Malbygg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi