Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Mælt með veitingastöðum sem eru hættir í rekstri á 1000 manna ráðstefnu

Birting:

þann

Mikið er rætt inn á fésbókinni um bækling sem dreifður var á 1000 manna ráðstefnu sem haldin var nú um helgina í Hörpu en þar voru m.a. tillögur að veitingastöðum fyrir ráðstefnugesti.  Það sem vekur mest athygli á er að sumir af þeim veitingastöðum sem mælt er með eru ekki lengur í rekstri, t.a.m. Silfur, Square, Sjávarkjallarinn og eins að enginn veitingastaður yngri en fjögurra ára gamall rataði inn á listann.

Á meðfylgjandi mynd sem að Ólafur Örn Ólafsson framreiðsumeistari setti inn á facebook má sjá mynd af bæklingnum.

Uppfært kl 13:22
Í frétt á dv.is um sama mál kemur fram að Iceland Travel segir að þær upplýsingar sem veittar voru um veitingastaði í Reykjavík og birtar voru í bæklingi Arctic Circle ráðstefnunnar hafi verið ófullnægjandi. Segist fyrirtækið harma þessi mistök og segist alltaf reyna að veita viðskiptavinum sínum réttar og áreiðanlegar upplýsingar sem og að vera í góðu samstarfi við veitingastaði á landsvísu.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið