Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mælt með veitingastöðum sem eru hættir í rekstri á 1000 manna ráðstefnu
Mikið er rætt inn á fésbókinni um bækling sem dreifður var á 1000 manna ráðstefnu sem haldin var nú um helgina í Hörpu en þar voru m.a. tillögur að veitingastöðum fyrir ráðstefnugesti. Það sem vekur mest athygli á er að sumir af þeim veitingastöðum sem mælt er með eru ekki lengur í rekstri, t.a.m. Silfur, Square, Sjávarkjallarinn og eins að enginn veitingastaður yngri en fjögurra ára gamall rataði inn á listann.
Á meðfylgjandi mynd sem að Ólafur Örn Ólafsson framreiðsumeistari setti inn á facebook má sjá mynd af bæklingnum.
Uppfært kl 13:22
Í frétt á dv.is um sama mál kemur fram að Iceland Travel segir að þær upplýsingar sem veittar voru um veitingastaði í Reykjavík og birtar voru í bæklingi Arctic Circle ráðstefnunnar hafi verið ófullnægjandi. Segist fyrirtækið harma þessi mistök og segist alltaf reyna að veita viðskiptavinum sínum réttar og áreiðanlegar upplýsingar sem og að vera í góðu samstarfi við veitingastaði á landsvísu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora