Markaðurinn
Loksins sjáum við rautt!
Viðtökurnar við áfengislausu vínunum frá Oddbird hafa verið gríðargóðar. Hingað til hafa freyðivín og rósavín slegið í gegn við hvers konar fögnuði og uppákomur en líka með góðum mat eða einfaldlega í huggulegri stund eftir vinnu. En hvað með rauðvínsfólkið?
„Rauðvínsfólkið hefur verið svolítið út undan en við erum afar meðvituð um þá miklu eftirspurn sem er eftir góðu áfengislausu rauðvíni. Að okkar mati hafa hins vegar engir framleiðendur haft til að bera það sem við sækjumst eftir í góðu rauðvíni – fyrr en núna.
Fyrsta sendingin af GSM rauðvíninu frá Oddbird seldist á methraða, enda vandað og ótrúlega gott, og sú næsta er að stefna sömu leið. Nýjasta vínið frá Oddbird er einmitt líka rauðvín, Addiction, sem er tannínríkara en GSM og fyllra, rúnað og bragðmikið og við hlökkum mikið til að sjá hvernig það fellur í kramið hjá viðskiptavinum okkar.
Það fer frábærlega vel með mat en er líka bara dásamlegt í kósý. Það er svo ánægjulegt að geta loksins líka boðið upp á rauðvín sem öll geta notið, óháð því hvort þau drekka áfengi eða ekki,“
segir Sólrún hjá Akkúrat sem flytur inn Oddbird vínin.
GSM og Addiction eiga það sameiginlegt að vera einstaklega ljúffeng en eru þó ólík. GSM er silkimjúkt og þroskað vín frá Saint-Chinian í suður Frakklandi. Hér eru og sýra og ávaxtatónar ríkjandi en vínið er unnið úr Grenache, Syrah, Mourvèdre og Carignan þrúgum sem býr til margslungið bragð sem endar á samspili af ljúfum ávaxtakeim og skerpu. Addiction mætir ákveðnara á svæðið.
Hér er á ferðinni 100% lífrænt vín frá Quintana del Pidio á Spáni og einstakri víngerðartækni er beitt til að ná fram því allra besta úr þrúgunum til að skapa karaktermikið vín sem er að springa úr ávöxtum, ferskleika og margslungnu kryddbragði svo það hentar sérlega vel með góðum mat.
Tvær sterkar innkomur frá Oddbird sem hefur sýnt það og sannað að áfengislausu vínin þeirra eiga svo sannarlega erindi á íslenskan markað, þeim sem ekki drekka áfengi til mikillar og áframhaldandi ánægju.
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir