Markaðurinn
Líf og fjör í Expert eldhúsinu
Það er líf og fjör í húsnæði Expert þessa dagana þar sem spennandi verkefni eru í fullum gangi. Sindri og hans teymi eru í óðaönn að æfa sig í Expert eldhúsinu fyrir aðalkeppni Bocuse d’Or, einni virtustu matreiðslukeppni heims. Þjálfunarteymið vinnur af krafti að undirbúningi sínum og er Expert stoltur stuðningsaðili þeirra á þessu spennandi ferðalagi.
Í dag fékk Expert einnig góðan hóp í heimsókn frá útskriftarnemum hótel- og veitingasviðs Menntaskólans í Kópavogi. Nemarnir fengu kynningu á starfsemi Expert og nutu góðs af ráðgjöf okkar fagfólks. Expert veitti þeim einnig útskriftarstyrk til að styðja við framtíð þeirra á sviði veitinga- og hótelgeirans.
Expert leggur mikla áherslu á að styðja við fagmenn og þróun í veitingageiranum, hvort sem um ræðir hæfileikaríka framtíðarstjörnur í faginu eða reynda matreiðslumenn á borð við Sindra og hans teymi. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi keppninnar og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þessa unga útskriftarnema.
Framtíðin er björt.
Nánari upplýsingar: Expert | í eigu Fastus ehf. | Höfðabakki 7, Reykjavík | Netfang: [email protected] | Sími: 517 4000

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí