Markaðurinn
Líf og fjör í Expert eldhúsinu
Það er líf og fjör í húsnæði Expert þessa dagana þar sem spennandi verkefni eru í fullum gangi. Sindri og hans teymi eru í óðaönn að æfa sig í Expert eldhúsinu fyrir aðalkeppni Bocuse d’Or, einni virtustu matreiðslukeppni heims. Þjálfunarteymið vinnur af krafti að undirbúningi sínum og er Expert stoltur stuðningsaðili þeirra á þessu spennandi ferðalagi.
Í dag fékk Expert einnig góðan hóp í heimsókn frá útskriftarnemum hótel- og veitingasviðs Menntaskólans í Kópavogi. Nemarnir fengu kynningu á starfsemi Expert og nutu góðs af ráðgjöf okkar fagfólks. Expert veitti þeim einnig útskriftarstyrk til að styðja við framtíð þeirra á sviði veitinga- og hótelgeirans.
Expert leggur mikla áherslu á að styðja við fagmenn og þróun í veitingageiranum, hvort sem um ræðir hæfileikaríka framtíðarstjörnur í faginu eða reynda matreiðslumenn á borð við Sindra og hans teymi. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi keppninnar og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þessa unga útskriftarnema.
Framtíðin er björt.
Nánari upplýsingar: Expert | í eigu Fastus ehf. | Höfðabakki 7, Reykjavík | Netfang: [email protected] | Sími: 517 4000
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi