Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lemon opnar á Sauðárkróki – Sólskin í glasi og sælkerasamlokur
Sjöundi Lemon staðurinn mun opna í byrjun árs 2021 á Sauðárkróki. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Stefáni Jónssyni og Hasna Boucham. Mikil eftirspurn er eftir slíkum veitingastað á Sauðárkróki.
„Fólkið hér hugsar um heilsuna og vill hollan og góða skyndibita,“
segir Stefán.
Veitingastaðurinn verður að Aðalgötu 20b en einnig verður í húsnæðinu að finna Escape room sem og Sport bar.
Lemon opnaði fyrsta samloku- og djússtaðinn í mars 2013 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá. Nú eru þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandsbraut 4, Hjallahrauni 13 í Hafnarfirði og í Salalaug Kópavoginni. Tveir staðir eru á Akureyri, Ráðhústorgi og Glerárgötu og einn staður er á Húsavík að Héðinsbraut.
Sjöundi staðurinn verður svo opnaður með pomp og prakt á Sauðárkróki í byrjun árs 2021.
„Við erum virkilega spennt fyrir opnun Lemon á Sauðárkróki. Það verður boðið upp á sömu áherslur á nýja staðnum, sælkerasamlokur og ferskustu djúsa landsins, einstakt andrúmsloft og stemningu,“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, einn eigenda Lemon.
Veitingastaðurinn Lemon hefur notið mikilla vinsælda á meðal landsmanna, en staðurinn sérhæfir sig í samlokum og ferskum söfum.
„Samlokurnar og djúsarnir hafa verið aðalsmerki okkar en það er einnig hægt að fá vefjur, salöt, hafragraut, orkuskot og kaffi hjá okkur,“
segir Jóhanna Soffía Birgisdóttir, einn eigenda Lemon.
„Það er okkur mikill heiður að fá að bæta í á landsbyggðinni og vonum að staðirnir verða enn fleiri á næsta ári,“
segir Unnur að lokum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða