Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lemon opnar á Sauðárkróki – Sólskin í glasi og sælkerasamlokur
Sjöundi Lemon staðurinn mun opna í byrjun árs 2021 á Sauðárkróki. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Stefáni Jónssyni og Hasna Boucham. Mikil eftirspurn er eftir slíkum veitingastað á Sauðárkróki.
„Fólkið hér hugsar um heilsuna og vill hollan og góða skyndibita,“
segir Stefán.
Veitingastaðurinn verður að Aðalgötu 20b en einnig verður í húsnæðinu að finna Escape room sem og Sport bar.
Lemon opnaði fyrsta samloku- og djússtaðinn í mars 2013 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá. Nú eru þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandsbraut 4, Hjallahrauni 13 í Hafnarfirði og í Salalaug Kópavoginni. Tveir staðir eru á Akureyri, Ráðhústorgi og Glerárgötu og einn staður er á Húsavík að Héðinsbraut.
Sjöundi staðurinn verður svo opnaður með pomp og prakt á Sauðárkróki í byrjun árs 2021.
„Við erum virkilega spennt fyrir opnun Lemon á Sauðárkróki. Það verður boðið upp á sömu áherslur á nýja staðnum, sælkerasamlokur og ferskustu djúsa landsins, einstakt andrúmsloft og stemningu,“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, einn eigenda Lemon.
Veitingastaðurinn Lemon hefur notið mikilla vinsælda á meðal landsmanna, en staðurinn sérhæfir sig í samlokum og ferskum söfum.
„Samlokurnar og djúsarnir hafa verið aðalsmerki okkar en það er einnig hægt að fá vefjur, salöt, hafragraut, orkuskot og kaffi hjá okkur,“
segir Jóhanna Soffía Birgisdóttir, einn eigenda Lemon.
„Það er okkur mikill heiður að fá að bæta í á landsbyggðinni og vonum að staðirnir verða enn fleiri á næsta ári,“
segir Unnur að lokum.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








