Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Le Kock og DEIG opnar í miðbænum
„Jæja, þá er komið að því að klóna okkur algjörlega og færa bæði börnin „Le Kock“ og „DEIG“ niður í miðbæ Reykjavíkur. Við munum einnig bæta við einu barconcepti sem við kynnum fyrir ykkur seinna.“
Segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.
Veitingastaðurinn Le Kock er staðsettur við Ármúla 42 og bakaríið og beygluhúsið DEIG er staðsett við Seljabraut 54 sem nú verður einnig hægt að nálgast sælkeravörur þeirra á Naustareit við Tryggvagötu.
Eigendur Le Kock og DEIG eru Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason.
Til gamans, þá er skemmtileg lýsing á þeim félögum á heimasíðu Le Kock sem við látum fylgja hér:
Karl Óskar Smárasson
Karl eða Kalli Rauði, eins og við köllum hann, er mjög einbeittur og greindur einstaklingur með blóðbragð í munninum.
Ef hann er ekki ber að ofan, sveittur að glíma í Mjölni þá er hann heima hjá sér að vökva blómin sín, baka súrdeigsbrauð eða að bóna riffilinn sinn.
Við hinir höldum því fram að hann hafi verið Neandelsmaður í fyrra lífi sem stjórnaði stórum veiðihópi, sem hafði það aðeins í huga, að veiða, grilla, og drekka góðan belgískan bjór.
Hann Kalli stundaði námið sitt á Vox og hefur síðustu ár verið tryggur aðstoðarmaður í Bocousedor akademíunni og í stórum uppákomum og veislum sem margir af þekktustu og reyndustu matreiðslumönnum Íslands hafa stjórnað. Er hann því fullur af góðri reynslu sem kemur sér vel hjá Le Kock.
Hann er klárlega hljóðlátasti einstaklingurinn í hópnum en þó mest athugull af okkur þremur og eru því fáir hlutir sem fara framhjá Kalla óséðir.
Knútur Hreiðarsson
Knútur er svo sannarlega fiðrildið í hópnum sem Karl og Markús eiga í fullu fangi með að halda niðri á jörðinni. Oft er þó gott að sleppa honum lausum til að fá sem flestar “absúrd” hugmyndir, sem hjálpa mikið til við að móta og gera Le Kock að því sem það er. Knútur byrjaði ungur að vinna í eldhúsi, líkt og Markús, hann fékk bakteríuna fyrir matreiðslu á Hótel Valhöll á Þingvöllum, 13 ára gamall og hefur hann varla stigið fæti út úr eldhúsinu síðan þá.
Hann lærði fræði sín á Hótel Holt, þar sem að hann fékk frábæran grunn af klassískri Franskri matargerð. Það hefur reynst honum vel í matreiðslukeppnum og vinnu.
Hann tók sér hlé frá náminu árið 2013 en hélt þó áfram að vinna á veitingastöðum hér og þar um landið en byrjaði svo á Mat og Drykk, haustið 2015 og þar kynnist hann Markúsi og Kalla og fer hugmyndin um Le Kock á flug.
Hann á sér allt of mörg áhugamál og þyrfti helst að klóna hann til þess að hann gæti sinnt þeim öllum af fullum krafti.
Ef að Knútur væri ekki matreiðslumaður væri hann eflaust leikari, húsgagnahönnuður eða einhverskonar listaspíra með vinnustofu sem minnti helst á tónlistarskúr þar sem málarar, smiðir eða hönnuðirhéldu sig á. Þar sem öll hans nánasta fjöldskylda er nákvæmlega eins er því ekki erfitt að komast í slíka skúra þar sem öll smíði og hönnun á framtíðar vögnum eða popup básum mun fara fram í á komandi árum.
Ofan á allt vesenið og dillurnar þá er Knútur tiltölulega nýbakaður faðir og sæmir því hlutverki betur en öllu hinu.
Markús Ingi Guðnason
Markús Ingi er hálf íslenskur og hálf bandarískur. Hann byrjaði ungur að vinna í eldhúsi og kláraði námið sitt í Flórída og flutti svo til Hampshire og vann þar sem matreiðslumaður í 4 ár og ræktaði “hippsterinn” í sér. Hann tók þátt í mörgum verkefnum tengdum mat og öðrum pop-up uppákomum.
Eftir að hafa þurft að þola hitann í öll þessi ár fór hann að átta sig á því að íslendingurinn í honum gerði alltaf meira og meira vart um sig og ákvað hann loks að flytja hingað, árið 2014 (það heyrist á hreimnum).
Hann er algjört náttúrubarn og líður honum best einum með sjálfum sér og góðri bók.
Honum hefur oft verið líkt við kött, þar sem erfitt er að plata hann út í eitthvað rugl eins og t.d. að koma í stór matarboð með mörgum íslendingum sem tala út í eitt eða að fara á sólbaðstofu.
Hann fer yfirleitt sínar eigin leiðir, hefur alltaf gert og mun alltaf gera.
Hann hefur alltaf átt eitt stórt áhugamál fyrir utan það auðvitað að elda, lesa, sofa, borða, drekka og að verða kalt en það er sjórinn. Markús á það nefnilega til að láta sig hverfa mjög snemma á morgnanna til þess að stíga ölduna á brimbrettinu sínu, sem passar engan veginn inn í Pontiac Grand Am sinn sem hann keyrir um allt Ísland á eins og Willys jeppa.
Myndir: lekock.is | Reykjavik.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana