Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Laphroaig í beinni frá Stokkhólmi – Fer í loftið kl. 18:00 í dag

Birting:

þann

Laphroaig

Hin árlega Laphroaig Live útsending fer í loftið kl. 18:00 í dag. Á þessum viðburði eru fagmenn úr bransanum fengnir til að smakka og ræða um fjórar tegundir Laphroaig.

Nú í ár verður viðburðurinn sendur beint út frá Stokkhólmi. Í Svíþjóð er Laphroaig nefnilega ekki bara mest selda reykta maltviskíið, heldur mest selda maltviskíið (e. Single Malt) yfir heildina. Veitingastaðurinn sem varð fyrir valinu í ár er Rökeriet, en eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir staðurinn sig í reyktum mat. Rökeriet á sitt eigið reykhús/kofa og fyrir þennan einstaka viðburð munu þeir bjóða upp á elg, hreindýr, og lax sem allt hefur verið reykt yfir reyk af viði sem legið hefur í Laphroaig viskíi. Þessir réttir eru svo paraðir með þeim fjórum týpum af Laphroaig sem smakkaðar verða þetta kvöld; en það eru Laphroaig Select, Laphroaig Cairdeas, Laphroaig 12YO Special og Laphroaig 18 ára, en það síðarnefnda var valið af vinum og velunnurum Laphroaig (FoL).

Þeir fjórir aðilar sem valdir hafa verið til verksins eru ekki af verri endanum, en það eru hin sænska sjónvarpsstjarna Nour El-Refai, viskísérfræðingurinn Peter Borg sem er heiðursfélagi í sænska viskísambandinu, sænski viskíbloggarinn Håkan Dahlberg (I Love Whisky) og Vicky Stevens frá Laphroaig. Vicky tekur við spurningum frá salnum, sem og áhorfendum sem heima sitja, en spurningar og ábendingar er hægt að senda til hennar á meðan viðburðinum stendur í gegnum þessa slóð eða gegnum Twitter með hastag-inu #LaphroaigLive

Í fyrra horfðu yfir 40.000 manns frá 50 mismunandi löndum á þessa útsendingu og mælum við með því að þú farir að þeirra fordæmi og látir þennan einstaka viðburð ekki framhjá þér fara.

Laphroaig

Áhugafólki um Laphroaig er einnig bent á að skrá sig í Friends of Laphroaig klúbbinn, en meðal fríðinda þar eru; frír 30 x 30 cm landskiki af landi Laphroaig á Islay sem gefur þér rétt á einum fríum drykk á ári þegar þú átt leið hjá Laphroaig. Einnig getur þú skráð Laphroaig flöskurnar þínar (kóði fylgir hverri flösku) og þannig unnið þér inn stig sem hægt er að nota til kaupa á ýmsum varningi merktum Laphroaig. Einnig hefur þú aðgang að týpum af Laphroaig sem aðeins meðlimir geta keypt.

 

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið