Vertu memm

Pistlar

Langa leiðin á Global Chef Challenge – Kafli 3

Birting:

þann

Vaknað og tekinn snúningur á brekkaranum , farið upp á herbergi og náð í töskuna og tékkað út , hún sett í geymslu og skundað út í Stockmann verslun, þið munið sem hefur þetta skemmtilega slagorð ‘If you don´t find it you don´t need it ‘, komið við á hótelinu taskan tekin og skundað yfir á rútubíla-stöðina því nú skyldu haldið til Tallinn í Eistlandi og að sjálfsögðu með rútu fra Eurolines ( www.eurolines.ee ).

Lagt var af stað kl 12°° frá Riga og áætluð koma til Tallinn var um 17°°,  ferðin gekk vel engin vandræði á landamærunum og komum við á réttum tíma til Tallinn, út úr rútunni og teygt aðeins úr sér.

Síðan tekinn leigari upp á Hótel sem heitir því fornfræga nafni Reval Hotel Olumpia ( www.revalshotels.com ), en nafnið fékk hótelið þegar ólympiuleikarnir voru haldnir í Sovétrikjunum, þá var keppt í sundi í Tallinn og þetta hótel hýsti alla keppendur, kallinn settur í herbergi upp á 22 hæð, flott útsýni fór niður í matsalinn og fékk mér að snæða , sæll félagi þetta var bara alvöru grautur sem borinn var á borð og nóg á diet kóki, hitti Ægir og Tedda og voru þeir sammála um að maturinn væri góður á þessu hóteli .Um kvöldið hitti ég Gissur Guðmundsson og Tony Jackson og áttu við skemmtilegar samræður þar til þeir fóru í lokayfirferð við skipulagningu keppninnar, fór í koju og bara sáttur með daginn.

Félagarnir hittust í morgunmatnum um hálf níu leytið, dálítið svangur og tek hraustlega til matars hringir þá  síminn Gissi á línunni og segir mér að ég verði sóttur eftir 30 mínútur þar sem ég sé eini sem geti leyst hann af í að vera dómari í keppninni ‘ Estonian Chef of the Year ‘ ( www.chef.ee ), ég verð að viðurkenna að mín fyrstu viðbrögð voru flökurleiki að þurfa ofan á morgunmatinn að smakka og dæma 24 mismunandi rétti, en hvað gerir maður ekki fyrir tilvonandi forseta WACS og dugnaðarforkinn Gissur, þannig að ég sagði já.

Ene framkvæmdastjóri Eistnenska kokka klúbbsins sótti mig og átti ég mjög skemmtilegar umræður við hana  á leiðina á keppnisstað og fékk strax á tilfinninguna á þarna væri Gissur í kvenmannslíki mættur, algjör túrbó kerling.

Gekk keppnin vel fyrir sig sjá nánar í sér umfjöllun um keppnina , upp á hótel í smá slökun því um kvöldi var mæting í lokahóf keppninnar sem haldið var á Tallink Spa &Conferance Hotel , restaurant Nero ( www.hotels.tallink.com ).

Matseðill var eftirfarandi

Beetroot consemmé with fresh salad and grated bacon.
#

Baltic herring and tomato trio:
Gazpacio ravioli anddriedBaltic herring
fillet ,Baktic herring truffle with tomato water foam,
MarinatedBalticherring with tarragon and tomato seeds

#

Marinated cucumber ice cream as a lollipop

#

BBQ pork fillet with smoked bacon-vegatables confit,pastinaca foam and potato capellini seasoned with cowberry dust

#

Curd-cheese mousse with apple-beetroot and tyme sabayon

Voru yfirkokkar á stærstu hótelunum sem höfðu veg og vanda af matseðli kvöldsins,og sitt sýndist hverjum um matinn og má nefna að nú er mjög vinsælt tvíreykt hangikjöt en kjötið þarna var tíreykt og verður að viðurkennast að þarna var skotið yfir markið .Og ekki voru allar hremmingar kvöldsins yfirstaðnar því þegar hljómsveit kvöldsins byrjaði að spila fríkaði salurinn gersamlega út því bandið sem var kópía af ABBA en lírukassar hefðu hljómað betur heldur en þessi afbökun og nauðgun á ABBA og  hafði ég á tilfinningunni að Ólafur á Næturvaktinni væri umboðsmaður  bandsins, var ég fljótur að láta mig hverfa upp á hótel í matar og músik sjokki og beint í bólið .

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið