Uppskriftir
Lagskiptur bláberjaeftirréttur
Ljúffengur bláberjaeftirréttur en berjavertíðin nálgast alltaf óðfluga.
Hráefni:
200 g bláber (sítrónusafi m. hrásykur)
1 dallur marscapone-ostur
1 peli
þeyttur rjómi (eða þeytirjómi)
Nokkrar súkkulaðikexkökur
1 stk. sítróna, safi og börkur (rifinn með rifjárni utan af sítrónunni)
Aðferð:
Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti.
(Bláberjamauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafa, bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr).
Setjið marscapone-ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af kreminu í hvert glas. Setjið 3 tsk. af nammikurli eða súkkulaðikúlum ofan á marscapone-ostinn og sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á.
Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónuberki og berjum. Raðið glösunum á bakka og kælið þar til á að borða réttinn.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi