Uppskriftir
Lagskiptur bláberjaeftirréttur
Ljúffengur bláberjaeftirréttur en berjavertíðin nálgast alltaf óðfluga.
Hráefni:
200 g bláber (sítrónusafi m. hrásykur)
1 dallur marscapone-ostur
1 peli
þeyttur rjómi (eða þeytirjómi)
Nokkrar súkkulaðikexkökur
1 stk. sítróna, safi og börkur (rifinn með rifjárni utan af sítrónunni)
Aðferð:
Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti.
(Bláberjamauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafa, bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr).
Setjið marscapone-ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af kreminu í hvert glas. Setjið 3 tsk. af nammikurli eða súkkulaðikúlum ofan á marscapone-ostinn og sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á.
Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónuberki og berjum. Raðið glösunum á bakka og kælið þar til á að borða réttinn.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







