Freisting
Lækkuðu skatta um 22 milljarða króna
Alþingi lauk störfum fyrir jól um klukkan sjö í gærkvöldi með afgreiðslu laga um virðisaukaskatt á matvæli, sem lækkar ýmist úr 24,5 prósentum eða 14 prósentum í 7 prósent í mars á næsta ári.
Margir þingmenn gagnrýndu að með lögunum lækkar verð á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum mest allra matvæla, þar sem vörugjald á þessum drykkjum verður líka fellt niður. Stjórnarliðar bentu á að með þessum lögum sem og lögum um aðrar skattalagabreytingar sem taka gildi um áramótin, svo sem lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig, lækkaðu skattar á landsmenn um samanlagt tuttugu og tvo milljarða króna. Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu lækkun skatta á matvæli og sögðu ríkisstjórnina loks hafa brugðist við sex ára baráttu hennar fyrir lækkun skatta á matvæli.
Alþingi afgreiddi einnig með hraði í gær lög um fjármál stjórnmálaflokkannna. Lögin setja ýmsar skorður á leiðir flokkanna til að afla fjárstuðnings frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem ekki mega styrkja flokkana um meira en 300 þúsund krónur á ári, né heldur einstaklinga í prófkjöri. Á móti er styrkur ríkissjóðs til stjórnmálaflokkanna hækkaður úr tæpum tvö hundruð milljónum í rúmlega þrjú hundruð milljónir á ári og ný stjórnmálaöfl fá styrk nái þau hið minnsta tveggja komma fimm prósenta fylgi eða einum fulltrúa á þing.
Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur mótmælt lögunum, og segir að með þeim sé verið að ríkisvæða starfsemi stjórnmálaflokkanna og nýjum stjórnmálaöflum gert erfitt að hasla sér völl. Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn telja að ýmislegt megi betur fara í lögunum, en fagna því að með þeim séu fjármál stjórnmálaflokkanna komin upp á yfirborðið, enda þurfa þeir nú að skila viðurkenndum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati