Smári Valtýr Sæbjörnsson
La Luna við Rauðarárstíg lokar og selur La Luna pizzur í keiluhöllinni í Egilshöll og í Öskjuhlíð
Það er með miklum trega sem við verðum að tilkynna ykkur að vegna mikilla samskiptaörðugleika við umsjónarmenn húsnæðis sem La Luna er staðsett í neyðumst við til að loka fyrirtækinu á Rauðarárstíg þann 01-09 næstkomandi. Við ætlum að loka hér á Rauðarárstíg en opnum vonandi á betri stað síðar í mánuðinum eða þeim næsta.
, segir í tilkynningu á facebook síðu La Luna, og hafa eigendur leitað af rétta húsnæði síðastliðna mánuði fyrir pizzustaðinn og nú er svo komið að því, en um helgina opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð.
Það er Þorleifur Jónsson sem er meðal annars eigandi af La Luna, en hann átti Eldsmiðjuna til fjölda ára og seldi hana árið 2007.
Leiðrétting:
Athugið, að verið er að innleiða La luna pizzur á veitingastaði Keiluhallarinnar og er fyrst í boði á Fellini Egilshöll og á næstu vikum munu La Luna pizzurnar verða í boði á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð.
Mynd: af facebook síðu Fellini.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta