Sverrir Halldórsson
Kvöldstund í Hörpunni | Horfðu á vídeó af 6 rétta lakkrísmatseðlinum hér
Það var eitt laugardagskvöld sem ég fór í Hörpuna, með það markmið að eiga þar góða kvöldstund.
Fyrst skyldi farið á Kolabrautina og smakkaður 6 rétta lakkrísmatseðill sem þeir brautarmenn höfðu unnið í samvinnu við Johan Búlow hjá Lakrids, sem er danskt fyrirtæki sem framleiðir „gourmet“ lakkrís.
Vel var tekið á móti mér og vísað til sætis og boðið hvað ég vildi drekka og þáði ég sódavatn. Svo kom brauðið á borðið, fantagott súrdeigsbrauð og bað ég um smjör með því, er ekki hrifinn af því að dýfa brauði í olíu og borða.
Svo hófst ferðin:
Mjög mildur réttur sem erti upp í manni hungrið.
Dýrðleg eldun á bleikjunni, stökk í endum, en djúsi inn í, meðlætið milt og stal ekki bragði frá fiskinum, frekar jók á það.
Þessi skinka var svakalega góð, mér fannst brauðkubburinn helst til stór, fennelið kom skemmtilega inn, balsamikið og rifinn parmasan lokaði bragðinu.
Hreint út sagt, sjúklega gott. Það vottaði fyrir lakkrísbragðinu í pastanu
Ég fékk fremsta partinn af vöðvanum og eldun á honum var nánast fullkomun, þar að segja ef hún er til, jólasalatið beiskt en sætan frá rabbabaranum og dijonsinnepið jafnaði heildarbragðið þar á milli og ekki má gleyma sósunni með mjög mildu lakkrístón.
Góður og svalandi endir á góðri máltíð.
Myndbandið tók Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpudisksins, veisluþjónustu Hörpunnar.
Þessi máltíð stóð alveg fyrir sínu og skemmtilegt að upplifa þessu mildu notkun á lakkris, sem maður hafði ekki hugsað út í fyrr.
Þakkaði ég pent fyrir mig og hélt niður á þriðju hæð en þar var ég með bókað sæti á svölum í Eldborginni á 25 ára afmælistónleika Sálarinnar og þeir höfðu sko engu gleymt, salurinn dansaði nánast alla tónleikana, geggjað fjör.
Það var mettur maður bæði í maga og eyrum sem um 11 leitið hélt heim á leið úr Hörpunni og strengdur var sá eiður að þarna skyldi mætt aftur.
Vídeó: Bjarni
Texti: Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati