Uncategorized
Kvikmyndaframleiðendur deila hart um vínsmökkunarhneyksli
Framleiðendur tveggja Hollywood-kvikmynda um alræmt vínsmökkunarhneyksli í París fyrir þrjátíu árum eru komnir í hár saman, og sakar annar hinn um að fara með staðlausa stafi.
Smökkunin fræga fór fram 1976. Þá blindsmökkuðu 11 franskir vínsérfræðingar frönsk og bandarísk rauðvín og sögðu þau bandarísku fremri hinum frönsku, en töldu sig sannfærða um að þeir væru að velja frönsku vínin framyfir þau bandarísku.
Meðal smakkaranna voru ritstjóri La Revue de Vin de France og einn þekktasti veitingamaður Frakklands. Þeim var gert að bera saman nokkur bestu vín Frakklands og óþekkt Kaliforníuvín, án þess að vita fyrirfram hvaða vín væri hvað.
Franski vínheimurinn stóð á öndinni þegar þessir sérfræðingar voru flestallir hrifnari af bandarísku vínunum. Á þessum tíma þótti það óumdeilt að frönsk vín væru þau bestu í heimi.
Nú eru í smíðum í Hollywood tvær kvikmyndir um þessa uppákomu, og segir breski vínkaupmaðurinn Steven Spurrier, sem skipulagði vínsmökkunina alræmdu á sínum tíma, að framleiðendur annarrar myndarinnar – sem á að heita Bottle Shock og skartar m.a. Alan Rickman og Danny De Vito – fari alrangt með staðreyndir.
Sjálfur er Spurrier meðframleiðandi hinnar myndarinnar, sem heitir Judgement of Paris, og er sögð vera hin viðurkennda útgáfa sögunnar. Talsmaður Bottle Shock segir aftur á móti að myndirnar fjalli um sögulega atburði, og það á enginn einkarétt á þeim.
Í viðtali við tímaritið Decanter segir Spurrier að í handriti Bottle Shock sé varla eitt orð satt og rétt, og mikið er helber uppspuni. Hann rak á sínum tíma vínbúð í miðborg Parísar og skipulagði vínsmökkunina.
Í viðtalinu rifjar hann upp hve vissir frönsku vínsérfræðingarnir hafi verið í sinni sök um hver niðurstaðan yrði. Þeir sögðu til dæmis: Þetta er fremur bragðmikið, þetta hlýtur að vera kalifornískt, þegar reyndar var um að ræða franskt vín, og þeir gáfu tilteknu víni toppeinkunn, sannfærðir um að það væri franskt. Þegar þeir komust að raun um að svo var ekki urðu þeir felmtri slegnir. Einn sérfræðingurinn vildi fá niðurstöðurnar sínar aftur til að hún gæti breytt þeim, og svo skrifuðu þeir grein og sögðu að ég hefði hagrætt smökkuninni.
Spurrier segir ennfremur að þarna hafi verið sýnt fram á að kalifornísk vín séu betri en bestu frönsku vínin. Þetta hafi verið áminning fyrir franska vínframleiðendur, en þeir hafi því miður virt hana að vettugi.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin