Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kumiko opnar | Myndir frá opnunarpartýinu
Te- og kaffihúsið Kumiko sem staðsett er á Granda opnaði formlega 8 október s.l. Veglegt opnunarpartý var haldið í tilefni dagsins þar sem gestum bauðst að smakka gómsætar kökur og enskar skonsur með matcha bragði, auk þess sem boðið var upp á einstakt púns með jasmín tei, sake og eplum.
Söngkonan Hildur tók nokkur lög fyrir viðstadda og það var ekki annað hægt að heyra en að gestir voru virkilega ánægðir með allar veitingarnar og hvað staðurinn lítur vel út.
Það er Svissneska listakonan og kökugerðarmeistarinn Sara Hochuli sem er eigandi Kumiko te- og kaffihússins, en hún hefur undanfarna mánuði tekið allt húsnæðið í gegn sem staðsett er við Grandagarð 101.
Hver er Sara Hochuli?
Hér að neðan er nánari umfjöllun um Söru Hochuli, hver er innblástur fyrir listsköpun og kökuhönnun hennar og hugmyndina að baki Kumiko.
Söru hefur verið lýst sem „þessi skapandi með bláu strípurnar“ og hún hefur einstakt lag á að vinna við óvenjuleg verkefni. Hún elskar Japan, Ísland og litríkar kökur. Á síðustu fimm árum hefur Sara verið að vinna að því, að láta einn af draumum sínum verða að veruleika. Þessi draumur er Kumiko – best geymda leyndarmál Miyuko.
Sara Hochuli er 35 ára frumkvöðull frá Zurich í Sviss. Í sköpunarverkum sínum sameinar hún grafíska hönnun og töfrandi samsetningar á ýmiskonar brögðum. Hún hefur m.a. fengið jákvæða fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Japan.
Pantanir á kökunum hennar koma frá öllum heimshornum fyrir allskonar uppákomur, t.d. eru meðlimir Rolling Stones á meðal viðskiptavina Söru. Þá hefur Matcha súkkulaðið sem hún bjó til fyrir súkkulaði- og kökugerðarfyrirtækið Beschle í Basel í Sviss, m.a. unnið tvö alþjóðleg verðlaun og er selt í yfir 14 löndum. Hún hefur einnig hannað útlit á Swatch armbandsúri sem var kynnt í Shanghai og London og er löngu orðið uppselt. Og nú er Sara tilbúin til að takast á við næsta verkefni.
Innblástur fyrir listsköpun og kökuhönnun sína sækir Sara m.a. til Japans. Fyrstu kynni hennar af landi hinnar rísandi sólar, var í gegnum Manga-menninguna og á síðustu árum hefur hún skapað sinn eigin heim undir japönskum áhrifum. Þetta byrjaði allt árið 2011 þegar hún opnaði Miyuko, te- og kaffihús sem hefur frá upphafi heillað viðskiptavini með einstöku andrúmslofti sínu.
Einn viðskiptavinur orðaði það þannig að það væri eins og Miyuko, persónan sem Sara skapaði og nefndi kaffihúsið eftir:
„færi með þig yfir í teiknimynd frá Studio Ghibli með dassi af hinni frönsku Amélie, en samt sem áður vera staðsett í rólegri hliðargötu í miðri Zurich.“
Miyuko dregur svo sannarlega ekki fæturna þegar kemur að hugmyndaflugi. Fjórða hvern mánuð hleypa, Sara og bakarahópurinn hennar, af stokkunum nýrri hönnunarlínu af sætabrauði og kökum og eru sífellt að gera tilraunir með nýjum og óvæntum hráefnum. Nú í haust koma þau með þessa hugmyndafræði til Íslands, þegar Kumiko, fyrsta tehús landsins opnar í Reykjavík ásamt bakaríi, sem hægt er að kalla hugvits-bakarí (creative bakery).
Myndir frá opnunarpartýinu
Sara uppgötvaði Ísland árið 2009 þegar hún og Dominik Grenzler maðurinn hennar, ferðuðust um landið og þau hafa verið heilluð af landi og þjóð síðan. Þau hafa kynnst mörgum Reykvíkingum og ferðast til borgarinnar mörgum sinnum á ári. Fljótlega eftir fyrstu Íslandsferðina gældu þau við hugmyndina um að reka kaffihús í Reykjavík. En settu hana í salt, m.a. vegna þess að þá var ekki fáanlegt hágæða íslenskt súkkulaði í landinu, sem er nauðsynlegt fyrir sköpunarverk Söru. Þess vegna opnuðu þau fyrst Miyuko kaffihúsið í Zurich.
Kumiko tehúsið er staðsett úti á Granda þar sem áður var Grandakaffi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað úti á Granda á síðustu árum og þar er nokkurs konar suðupottur hönnunar og menningar. Þessi hraða uppbygging minnir um margt á þróunina sem átti sér stað í Brooklyn í New York fyrir nokkrum árum. Eða eins og Sara segir sjálf:
„Grandi is Reykjavik’s new creative hotspot.“
Nágrannar Söru eru m.a. súkkulaðiverksmiðjan Omnom og á næstunni opna í Marshallhúsinu; Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang og Ólafur Elíasson.
Á Kumiko verður spilað með japönsk áhrif út frá svissnesku sjónarhorni.
„Japan verður alltaf hluti af mér. Á Kumiko mun ég blanda saman heimalandinu mínu Sviss og tveimur uppáhalds stöðunum mínum, Japan og Íslandi, sem eru merkilega líkir að mörgu leyti. Þannig ætla ég að búa til algerlega nýja samsetningu, bæði í hönnuninni og matar uppskriftunum.“
, segir Sara.
Frá því í nóvember 2015 hefur blaðamaðurinn og Japansfræðingurinn Jan Knüsel fylgt Söru eftir gert heimildamynd um Íslandsævintýri hennar. Útkoman verður þriggja ör-þátta heimildamyndasería, sem gefur áhorfandanum persónulega innsýn í líf Söru og þær áskoranir sem hún tekst á við. Tveir fyrstu þættirnir eru aðgengilegir á heimasíðunni miyuko.ch.
Miyuko, systir hennar Kumiko, í Zurich – Japanskt krútt með svissnesku ívafi
„Áhugi minn á Japan kviknaði þegar ég uppgötvaði manga í grafísku hönnunarnámskeiði. Síðan þá hef ég verið heilluð af japanskri menningu og mig langaði að endurspegla það í kaffihúsinu okkar. Þess vegna skapaði ég Miyuko sem kaffihúsið í Zurich heitir eftir“
, segir Sara.
Japönsk menning hefur ekki aðeins veitt innblástur fyrir hönnunina, heldur kemur hún líka fram í matseðlinum, því að í uppskriftir sínar notar Sara t.d. grænt te, svört sesamfræ eða mauk sem er búið til úr sætum rauðum baunum. En hvort sem hráefnin eru japönsk, frönsk eða svissnesk þá eru það gæði þeirra sem skipta höfuð máli.
Unnar matvörur, rotvarnarefni eða bragðefni eru ekki leyfð í eldhúsi Söru. Allt er heimagert, kremin og frauðið eru þeytt á staðnum og hver einasta smákaka nýbökuð. Hið sama er að segja um skreytingarnar, sem eru allar handgerðar á staðnum.
„Svissneskar kökur og sætabrauð eru yfirleitt borin fram á látlausan og nokkuð hefðbundin hátt. Í því samhengi geta litríku kökurnar okkar verið nokkuð ögrandi. En í grunninn er það bragðið sem skiptir máli. Í Sviss mun litríkt útlit ekki geta bjargað þér, ef bragðið er ekki rétt“
, segir Sara og teflir fram báðum þessum andstæðu eiginleikum því að:
„undir ögrandi og litríktu yfirborði getur leynst góðgæti með fínlegu og hógværu bragði.“
Í dag eru nýjar köku- og sætinda uppskriftir þróaðar í rúmgóðu bakaríi nálægt flugvellinum í Zurich. Þar skapar Sara, ásamt tveimur kökugerðarmönnum (pastry chefs), nýjustu köku-línuna sína.
Já þú last rétt: köku-línu. Á Miyuko kaffihúsinu er ekki að finna hinar hefðbundnu kökur.
„Við breytum úrvalinu okkar þrisvar sinnum á ári. Við veljum nýtt þema, breytum litasamsetningunni og grafíkinni og búum svo til nýjar kökuuppskriftir byggðar á því. Þetta munum við líka gera á Kumiko í Reykjavík“
, segir Sara.
Þrátt fyrir að vera óvenjulegt, þá er það kannski ekki mjög undarlegt að Sara skuli fyrst hugsa um hönnun og útlit á kökunum, enda er hún grafískur hönnuður, en Sara útskýrir það þannig:
„Fyrirfram ákveðin þemu og grafískar hönnunar reglur setja stífan ramma fyrir sköpunarkraftinn minn, og fjórða hvern mánuð erum við aftur komin á byrjunarreit! Kökuhönnuður nýtur þess að takast á við þannig áskoranir. Einn af kostunum við þetta er að ég þarf ekki að mæta fyrirfram ákveðnum væntingum. Viðskiptavinirnir vita að vörulínan er sífellt að breytast og það gefur mér mikið sköpunarfrelsi“
, segir Sara að lokum.
Kumiko er opið frá þriðjudegi til sunnudags klukkan 10:00 – 18:00 og lokað á mánudögum.
Myndir: Jan Knüsel
Heimasíða: www.kumiko.is
Instagram: /hellokumiko
Vídeó: /Youtube
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin