Viðtöl, örfréttir & frumraun
KSÍ og Múlakaffi í samstarf – Sjá um veitingar á viðburðum sambandsins
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Múlakaffi hafa innsiglað samstarf til næstu tveggja ára. Samstarfið felur í sér að Múlakaffi mun verða liðsmaður KSÍ þegar kemur að veitingaþjónustu á hinum ýmsu viðburðum.
“Við í Múlakaffi erum einstaklega stolt af því að ganga til samstarfs við KSÍ og munum gera okkar allra besta til að veitingar á viðburðum sambandsins verði sem glæsilegastar,”
segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Yfirkokkur Múlakaffis er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og er veisluþjónusta Múlakaffis rómuð fyrir bragðgæði, framsetningu og fagmennsku. Það má því gera ráð fyrir ljúffengum veitingum í Laugardalnum á næstu árum.
„Það er frábært að fá Múlakaffi í lið með okkur. Þetta er rótgróið og alíslenskt fjölskyldufyrirtæki og endurspeglar okkar gildi að mörgu leyti.
Við erum sífellt að vinna að því að þróa og bæta umgjörð okkar leikja og viðburða og samstarfið við Múlakaffi er liður í því,“
segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Jóhannes Stefánsson, þorrakóngurinn sjálfur í Múlakaffi var að vonum sérlega ánægður með þetta nýja samstarf og þegar náðist í hann lengst uppi á jökli sagði hann:
“Liggur þetta ekki beinast við, að landsliðið í veitingum sjái um að fóðra landsliðin í fótbolta?”
Mynd: ksi.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?