Viðtöl, örfréttir & frumraun
Krydd & Kavíar 10 ára
Krydd & Kavíar var stofnað í apríl 2000 af Garðari Agnarssyni og Ólafi H. Jónssyni. Voru þeir jafnframt einu starfsmennirnir í upphafi og fyrsti viðskiptavinur þeirra í júlí árið 2000 var Hugvit GoPro sem er enn í hópi viðskiptavina. Ólafur fór út úr fyrirtækinu fyrir fimm árum og við eignarhlut hans tók fjárfestir sem á fyrirtækið nú með Garðari sem jafnframt er yfirmatreiðslumeistari og framkvæmdastjóri.
Byggja á góðri afspurn
,,Við stofnuðum þetta fyrir 10 árum með það að markmiði að einbeita okkur að ákveðnu verkefni að útvega fyrirtækjum hádegismat. Það hefur verið okkar aðal starfsemi síðan. Við erum því ekkert í veislubransanum og reynum ekki að vera í öllu eins og margir hafa farið út í“
, sagði Garðar matreiðslumeistari í samtali við freisting.is.
,,Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt, lítið sem ekkert auglýst en unnið okkur inn orðspor sem við reynum að standa undir. Allir okkar viðskiptavinir hafa því komið til okkar af afspurn.
Síðastliðin fimm ár höfum við verið með starfsemina að Smiðshöfða 8 í Reykjavík og hefur þetta komist á þokkalegt flug. Hjá okkur starfa nú um 20 manns. Við erum að framleiða í kringum eitt þúsund máltíðir á dag, alla virka daga. Núna erum við að fjárfesta í húsnæði hér við hliðina á okkur og erum því bjartsýn á framhaldið.
Það bjargar okkur eflaust mikið að reka fyrirtækið upp á gamla mátann og fjárfesta ekki fyrr en við höfum ráð á því. Félagið skuldar aðeins eigendum sínum en engar skuldir eru hjá bankastofnunum og fasteign, vélar og tæki eru verðbandslaus.
Við höfum fjárfest talsvert í góðum tækjum og tólum til að einfalda alla vinnu. Það hefur hjálpað okkur mikið. Starfsemin er reyndar einföld og auðvelt að aðlaga hana að breyttum aðstæðum.
Við erum afskaplega stolt að vera með sömu kennitölu í 10 ár sem er fremur sjaldgæft í veitingabransanum á Íslandi. Við greiðum alla reikninga á gjalddaga og höfum orðið varir við að birgjar kunna vel að meta það.
Áhersla lögð á hollan mat
Áhersla okkar í matargerðinni er á hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat og vinnum eftir markmiðum Lýðheilsustöðvar og göngum aðeins lengra í þeim efnum.
Við notum fyrsta flokks hráefni“,
sagði Garðar Agnarsson að lokum.
Í tilefni 10 ára afmælis Krydd og kavíar þá hefur Garðar gert stóra breytingu á vefnum sínum og býður viðskiptavinum upp á glæsilegan afmælismatseðil út vikuna.
Heimasíða: www.kryddogkaviar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina