Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Krua Thai samþykktur á Skólavörðustíg

Birting:

þann

Skólavörðustígur 21

Skólavörðustígur 21

Umhverfis- og skipulagsráð veitti Thailenska eldhúsinu ehf., eiganda Krua Thai, í síðustu viku leyfi til þess að innrétta veitingastað við Skólavörðustíg 21A. Veitingastaðurinn verður opnaður í húsnæðinu þar sem Noodle Station var áður og síðar stækkaður yfir í húsnæðið á horninu, þar sem hönnunarverslunin Insula var, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.

Aðspurður segir Orri Hauksson, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem sér um hönnun húsnæðisins í samtali við mbl.is, að ekki sé búið að ákveða hvað verði í gömlu Fatabúðinni, þar sem verslunin Skyrta er í dag, en telur þó víst að húsnæðið verði nýtt undir verslunarrekstur. Í samtali við mbl.is í lok ágúst sagði Leslie Dcunha, einn eigenda Skyrtu, að þeir þyrftu að rýma húsnæðið fyrir sl. mánaðarmót.

Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í Fatabúðinni en upphaflega stóð til að opna veitingastaðinn í húsnæðinu.

 

Mynd: Smári

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið