Smári Valtýr Sæbjörnsson
Krua Thai samþykktur á Skólavörðustíg
Umhverfis- og skipulagsráð veitti Thailenska eldhúsinu ehf., eiganda Krua Thai, í síðustu viku leyfi til þess að innrétta veitingastað við Skólavörðustíg 21A. Veitingastaðurinn verður opnaður í húsnæðinu þar sem Noodle Station var áður og síðar stækkaður yfir í húsnæðið á horninu, þar sem hönnunarverslunin Insula var, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.
Aðspurður segir Orri Hauksson, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem sér um hönnun húsnæðisins í samtali við mbl.is, að ekki sé búið að ákveða hvað verði í gömlu Fatabúðinni, þar sem verslunin Skyrta er í dag, en telur þó víst að húsnæðið verði nýtt undir verslunarrekstur. Í samtali við mbl.is í lok ágúst sagði Leslie Dcunha, einn eigenda Skyrtu, að þeir þyrftu að rýma húsnæðið fyrir sl. mánaðarmót.
Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í Fatabúðinni en upphaflega stóð til að opna veitingastaðinn í húsnæðinu.
Mynd: Smári

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski