Smári Valtýr Sæbjörnsson
Krua Thai samþykktur á Skólavörðustíg
Umhverfis- og skipulagsráð veitti Thailenska eldhúsinu ehf., eiganda Krua Thai, í síðustu viku leyfi til þess að innrétta veitingastað við Skólavörðustíg 21A. Veitingastaðurinn verður opnaður í húsnæðinu þar sem Noodle Station var áður og síðar stækkaður yfir í húsnæðið á horninu, þar sem hönnunarverslunin Insula var, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.
Aðspurður segir Orri Hauksson, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem sér um hönnun húsnæðisins í samtali við mbl.is, að ekki sé búið að ákveða hvað verði í gömlu Fatabúðinni, þar sem verslunin Skyrta er í dag, en telur þó víst að húsnæðið verði nýtt undir verslunarrekstur. Í samtali við mbl.is í lok ágúst sagði Leslie Dcunha, einn eigenda Skyrtu, að þeir þyrftu að rýma húsnæðið fyrir sl. mánaðarmót.
Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í Fatabúðinni en upphaflega stóð til að opna veitingastaðinn í húsnæðinu.
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði