Smári Valtýr Sæbjörnsson
Krua Thai samþykktur á Skólavörðustíg
Umhverfis- og skipulagsráð veitti Thailenska eldhúsinu ehf., eiganda Krua Thai, í síðustu viku leyfi til þess að innrétta veitingastað við Skólavörðustíg 21A. Veitingastaðurinn verður opnaður í húsnæðinu þar sem Noodle Station var áður og síðar stækkaður yfir í húsnæðið á horninu, þar sem hönnunarverslunin Insula var, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.
Aðspurður segir Orri Hauksson, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem sér um hönnun húsnæðisins í samtali við mbl.is, að ekki sé búið að ákveða hvað verði í gömlu Fatabúðinni, þar sem verslunin Skyrta er í dag, en telur þó víst að húsnæðið verði nýtt undir verslunarrekstur. Í samtali við mbl.is í lok ágúst sagði Leslie Dcunha, einn eigenda Skyrtu, að þeir þyrftu að rýma húsnæðið fyrir sl. mánaðarmót.
Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í Fatabúðinni en upphaflega stóð til að opna veitingastaðinn í húsnæðinu.
Mynd: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan