Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kristján Ólafur rekstrarstjóri nýrrar mathallar Glerártorgs vikið frá störfum

Birting:

þann

Mathöll - Glerártorg

Mathöllin verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður.
Áætlað er að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.
Mynd tekin 15. mars 2024

Eins og kunnugt er þá er stefnt á að opna mathöll á Glerártorgi næstu mánuðum og er áætlað að opna samtals sex veitingastaði í rýminu.

Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður.

Í tilkynningu frá Glerártorgi í janúar sl. kom fram að Kristján Ólafur Sigríðarson væri rekstrarstjóri mathallarinnar.  Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs hefur slitið samstarfi við Kristján eftir að upp komst um stórfelld skattalagabrot hans. RÚV greindi frá málinu.

Þetta staðfesti Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi í samtali við RÚV og sjálfur segist Sturla hafa tekið við umsjón og uppsetningu mathallarinnar.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið