Freisting
Kræklingarækt hafin í Ísafjarðardjúpi

Kræklingarækt er hafin í Ísafjarðardjúpi og hefur í því sambandi verið stofnað félagið Vesturskel ehf. Búið er að leggja línur sem nemur 12 kílómetrum í Skötufirði og Hestfirði og er búist við að magnið sem myndast á þeim muni þrefaldast á næstu árum.
Iðnaðurinn er mjög vaxandi í heiminum. Ný-Sjálendingar eru mjög stórir og Kanadamenn hafa byggt upp mjög mikla kræklingarækt t.d. við Nova Scotia á síðustu tíu til 15 árum. Þeir hafa þróað aðferðir og búnað við kræklingarækt sem mikið er notaður víða annars staðar, segir Magni Örvar Guðmundsson, einn hluthafa Vesturskeljar ehf.
Að sögn Magna verður reynt að koma sem mestu magni á Íslandsmarkað en ef magnið margfaldast þurfi að huga að útflutningi. Markaðshorfur eru góðar svo framarlega sem við komumst í kristileg flutningsgjöld. Evrópumarkaðurinn neytir um 600 þúsund tonn á ári og það er þörf á meiri skel.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar1 dagur síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





