Frétt
Kornið lokar útsölustöðum
Kornið bakarí hyggst loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum á næstunni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Þar mun ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ og í Lóuhólum í Breiðholti. Eins hyggst fyrirtækið loka dyrum sínum í Lækjargötu. Þá munu stjórnendur fyrirtækisins einnig kanna möguleikann á því að loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.
ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Helgu Kristínar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hún tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta.
„Við tókum við fyrirtækinu og þá lá ljóst fyrir að fara þyrfti í breytingar á rekstrinum sem ekki hafði gengið nægilega vel,“ segir Helga Kristín.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.
Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina í Njarðvík.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






