Vertu memm

Frétt

Kornið lokar útsölustöðum

Birting:

þann

Brauð

Kornið bakarí hyggst loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum á næstunni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Þar mun ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ og í Lóuhólum í Breiðholti. Eins hyggst fyrirtækið loka dyrum sínum í Lækjargötu. Þá munu stjórnendur fyrirtækisins einnig kanna möguleikann á því að loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.

ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Helgu Kristínar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hún tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta.

„Við tókum við fyrirtækinu og þá lá ljóst fyrir að fara þyrfti í breytingar á rekstrinum sem ekki hafði gengið nægilega vel,“ segir Helga Kristín.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina í Njarðvík.

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið