Frétt
Kornið lokar útsölustöðum
Kornið bakarí hyggst loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum á næstunni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Þar mun ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ og í Lóuhólum í Breiðholti. Eins hyggst fyrirtækið loka dyrum sínum í Lækjargötu. Þá munu stjórnendur fyrirtækisins einnig kanna möguleikann á því að loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.
ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Helgu Kristínar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hún tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta.
„Við tókum við fyrirtækinu og þá lá ljóst fyrir að fara þyrfti í breytingar á rekstrinum sem ekki hafði gengið nægilega vel,“ segir Helga Kristín.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.
Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina í Njarðvík.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður