Veitingarýni
Kopar – Glæsilegur veitingastaður
Okkur félögunum leist svo vel á matseðilinn á Kopar, að við ákváðum að við myndum heimsækja næst, og eitt þriðjudagskvöldið vorum við mættir á Kopar.
Okkur var vísað til borðs afhentir matseðlar og drykkjarpöntun tekin, svo fórum við að líta í kringum okkur og kíkt upp á efri hæðina og það verður að segjast að Leifur Welding sem sá um hönnunina á staðnum kemur manni alltaf á óvart, því að í hvert sinn sem hann innréttar nýjan stað þá koma nýjar hugmyndir og útfærslur. Það má segja að Leifur sé guðsgjöf fyrir veitingageirann með síbreytilegar útfærslur sem skapar stöðunum sérstöðu, meiri upplifun fyrir gesti og áskorun fyrir starfsfólk að lifa upp til útfærslunnarinna á hverjum stað og er Kopar engin undantekning þar.

Við ákváðum að fara í það sem kallast ævintýraferð á matseðlinum, fengum okkar sódavatn og heimabakað brauð í poka og með hrærðu smjöri, ylvolgt og fantagott
Svo kom maturinn í eftirfarandi röð:

Krabbakokteill með agúrkusalati, sýrðum rjóma og fjólu
Grjótkrabbinn er virkilega góður og meðlætið ekki það dóminerandi að það stelur bragði

Djúpsteiktar Gellur Orly, sherryhvítlauksrjómaostasósu og sítrónudippi
Æðislegt orlydeig, flott steiktur og sama hér og með Krabbakokteilinn, bragðið af gellunum fannst, sem er frekar sjældgæft

Ofnbakaður steinbítur með pistasíuhjúp, blómkálapurré og humarsósu
Fiskurinn glæsilega steiktur, maukið ágætt, en sósan var svolítið væmin og of kremuð

Léttsteiktur lax með jarðskokkamauki, appelsínusósu og blómkálsmauk
Flott eldun á fiskinum en meðlætið of sterkt fyrir laxinn

Hægeldaðan kalkúnalegg með whiskysósu, lúðvíksfroðu, kartöflumús með portobellosveppum og papriku
Í þessum rétti smellur allt saman í sælgætisrétt, alveg frábært bragð

Ofnbakaður Þorskur með Hollandise sósu, fjallaspínati, shitake og smælki kartöflur
Fiskurinn flott eldaður, meðlætið gott en eggjasósan helst til of súr, hún dómineraði réttinn

Hægelduð nautakinn með rauðvínssósu, sellerirótarmauki, svínasíðu, perlulauk, snjóbaunum og kartöflustráum með trufflumayo
Þvílík dásemd, svakaleg góð brögð og gott jafnvægi bragða í réttinum

Daimostakaka með skyrsorbet og hindberjasósu (neðstu hæð)
Skemmtilegt samspil bragða, ferskur og svalandi
Súkkulaðikaka með vanilluís, rauðvínsperum og bökuðu súkkulaði (mið hæð)
Klassískur réttur i nútíma útfærslu, einfaldlega góður
Sítrónumuffa með ítölskum marengs, súkkulaði og jarðaberjaís (efstu hæð)
Svakalega frískandi en samt sætur, toppurinn á kvöldinu
Þjónustan er enn svolítið völt, þá helst óvant fólk, en það minnkar með hverjum degi sem líður.
Staðurinn hefur eitt fallegasta útsýni sem völ er á í Reykjavík.
Við félagarnir kvöddum sælir og ánægðir og héldum út í mannlífið og ákváðum hvar við skyldum bera niður næst, meira um það seinna.
Myndir: Sigurður Einarsson
Texti: Sverrir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vörukynning Garra á Akureyri