Frétt
Konur í brugggeiranum á Íslandi brugga saman bjór af tilefni alþjóðlega kvennadagsins
![Sambruggdagur kvenna](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/03/konur-brugga-kvennadag.jpg)
Efri röð: Hrefna Karítas Sigurjónsdóttir og Laufey Sif Lárusdóttir.
Neðri röð: Ragnheiður Axel, Ásta Ósk Hlöðversdóttir, Berglind Snæland, Alyson Hartwig og Þórey Björk Halldórsdóttir
Í tilefni af alþjóðlega sambruggdegi kvenna sem haldinn er hátíðlega um allan heim hvert ár þann 8. mars hittust konur í bruggi; bruggarar, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi á Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggsdagsins í ár var með “Framandi” ívafi en fyrir valinu varð léttur saison með suðrænum tónum, lime & kókóshnetu.
Í fréttatilkynningu segir að í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má með sanni segja að hópurinn í dag hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. Bjóráhugafólk mun geta nálgast bjórinn á völdum stöðum fyrstu vikuna í apríl.
Konur frá eftirfarandi brugghúsum og félögum stóðu að deginum;
- Lady Brewery
- Rvk Brewing Co.
- Ölverk brugghús
- Ölvisholt brugghús
- Fágun – félag áhugafólks um gerjun á Íslandi.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé