Vertu memm

Freisting

Kom, Sá og Sigraði

Birting:

þann


Þráinn Freyr Vigfússon

Dagana 9. – 11. apríl síðastliðinn var keppnin One World Culinary haldin í 3 sinn og nú í Kazan Republic of  Tatarstan Russia, fulltrúi Íslands og þar með Evrópu var Matreiðslumaður ársins 2007 Þráinn Freyr Vigfússon sem vinnur dagsdaglega í Grillinu á RadissonSAS Hótel Sögu ( hvar annarstaðar).

Hann var ekkert að vesenast með þetta, heldur sigraði í keppninni eins og hann hefði ekkert annað gert um ævina en sigra í keppnum.

Keppt var í Kazan hráefni og var í forrétt ( heitur) Gedda úr ánni Volgu að lágmarki 40 %, í aðalrétt var gæs að lágmarki 60 % og í dessert var Kotasæla að lágmarki 20 % að öðru leiti var stuðst við WACS reglurnar.

Dómarar voru:

  • Gissur Guðmundsson Ísland
  • Wo Cui Xia Kína
  • Euda Morale Guatemala
  • Josep Vella Malta
  • Kostic Djordje Serbía
  • Katkovskiy.V.A. Úkranía
  • Kutovoy Romano Rússlandi eftirlitsdómari í eldhúsi

Við á Freisting.is óskum Þránni innilega til hamingju með sigurinn og erum við vissir um að sá kauði var ekki að hampa sigurlaunum í síðasta sinn.

Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni

Reglur frá keppninni (Pdf-skjal)

/Sverrir

P.S. Gissur er það satt að ríkistjórnin hafi boðið þér afnot af einkaþotunni?… bara spyr.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið