Freisting
Kom, Sá og Sigraði
Þráinn Freyr Vigfússon
Dagana 9. 11. apríl síðastliðinn var keppnin One World Culinary haldin í 3 sinn og nú í Kazan Republic of Tatarstan Russia, fulltrúi Íslands og þar með Evrópu var Matreiðslumaður ársins 2007 Þráinn Freyr Vigfússon sem vinnur dagsdaglega í Grillinu á RadissonSAS Hótel Sögu ( hvar annarstaðar).
Hann var ekkert að vesenast með þetta, heldur sigraði í keppninni eins og hann hefði ekkert annað gert um ævina en sigra í keppnum.
Keppt var í Kazan hráefni og var í forrétt ( heitur) Gedda úr ánni Volgu að lágmarki 40 %, í aðalrétt var gæs að lágmarki 60 % og í dessert var Kotasæla að lágmarki 20 % að öðru leiti var stuðst við WACS reglurnar.
Dómarar voru:
-
Gissur Guðmundsson Ísland
-
Wo Cui Xia Kína
-
Euda Morale Guatemala
-
Josep Vella Malta
-
Kostic Djordje Serbía
-
Katkovskiy.V.A. Úkranía
-
Kutovoy Romano Rússlandi eftirlitsdómari í eldhúsi
Við á Freisting.is óskum Þránni innilega til hamingju með sigurinn og erum við vissir um að sá kauði var ekki að hampa sigurlaunum í síðasta sinn.
Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni
Reglur frá keppninni (Pdf-skjal)
P.S. Gissur er það satt að ríkistjórnin hafi boðið þér afnot af einkaþotunni?… bara spyr.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni