Freisting
Kom, Sá og Sigraði
Þráinn Freyr Vigfússon
Dagana 9. 11. apríl síðastliðinn var keppnin One World Culinary haldin í 3 sinn og nú í Kazan Republic of Tatarstan Russia, fulltrúi Íslands og þar með Evrópu var Matreiðslumaður ársins 2007 Þráinn Freyr Vigfússon sem vinnur dagsdaglega í Grillinu á RadissonSAS Hótel Sögu ( hvar annarstaðar).
Hann var ekkert að vesenast með þetta, heldur sigraði í keppninni eins og hann hefði ekkert annað gert um ævina en sigra í keppnum.
Keppt var í Kazan hráefni og var í forrétt ( heitur) Gedda úr ánni Volgu að lágmarki 40 %, í aðalrétt var gæs að lágmarki 60 % og í dessert var Kotasæla að lágmarki 20 % að öðru leiti var stuðst við WACS reglurnar.
Dómarar voru:
-
Gissur Guðmundsson Ísland
-
Wo Cui Xia Kína
-
Euda Morale Guatemala
-
Josep Vella Malta
-
Kostic Djordje Serbía
-
Katkovskiy.V.A. Úkranía
-
Kutovoy Romano Rússlandi eftirlitsdómari í eldhúsi
Við á Freisting.is óskum Þránni innilega til hamingju með sigurinn og erum við vissir um að sá kauði var ekki að hampa sigurlaunum í síðasta sinn.
Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni
Reglur frá keppninni (Pdf-skjal)
P.S. Gissur er það satt að ríkistjórnin hafi boðið þér afnot af einkaþotunni?… bara spyr.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var