Vertu memm

Axel Þorsteinsson

„Kokteilar eru ekki bara kokteilar…“ | Slippbarinn á Food & fun 2014

Birting:

þann

Slippbarinn á Food & fun 2014Mikil umfjöllun um Food & fun hefur verið s.l. daga hér á veitingageirinn.is þar sem fréttamenn hafa heimsótt alla veitingastaði birt sína upplifun og myndir.

Slippbarinn tekur þátt með því að fá eðal barþjóna til að gera hanastél seðil yfir hátíðina, að þessu sinni voru það Jonas Brandenborg Andersen frá Danmörku og Bandaríkjamaðurinn Geoffrey Canilao. Báðir starfa þeir á vinsælum börum í kaupmannahöfn, en kaupmannahöfn er þekkt fyrir að vera framarlega í kokteilgerð.

Jonas og Geoffrey hafa unnið til fjölmargra verðlauna í starfi sínu og gaman að sjá að Slippbarinn taki þátt með öðruvísi sjón á hátíðina.

Kokteilar eru ekki bara kokteilar, við hjá Slippbarnum viljum sýna fólki að það er meiri pæling á bak við kokteilana heldur en bara henda í shaker og hrista, miklar pælingar fara í alla kokteila og mjög gaman að fá tvo fagmenn til landsins til að vera fremstu menn á barnum yfir hátíðina

, sagði Ásgeir B. í samtali við Veitingageirinn.is.

Auðvitað voru fréttamenn veitingageirans á staðnum og fengu sér eitt hanastél sem Jonas og Geoffrey mældu með. Drykkurinn heitir Sidecar 75 og í honum er Cognac, champagne syrup, triplesec lemon.

Jonas Brandenborg Andersen og Geoffrey Canilao

Jonas Brandenborg Andersen og Geoffrey Canilao

Virkilega góður kokteill sem gott var að sötra á í góðri stemningu inni á Slippbarnum eftir langt kvöld.

Það er erfitt að segja við frakka að maður gerir sjálfur betri Sidecar en þeir gera, því samkvæmt þeim er ekki hægt að gera neitt betra en frakki

, sagði Jonas hress um leið og hann framreiddi kokteilinn af mikilli nákvæmni, en sjálfur hef ég ekki fengið barþjóna frá Frakklandi til að gera Sidecar fyrir mig en það verður erfitt að toppa þennan.

Sidecar 75

Sidecar 75

Við þökkum fyrir okkur.

 

Myndir: Björn

/Axel

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið