Frétt
KOKS er besti veitingastaður Norðurlanda | Eini veitingastaðurinn sem ekki hefur Michelin stjörnu, sigraði
Veitingastaðurinn KOKS í Þórshöfn Færeyjum er veitingastaður Norðurlanda 2015 samkvæmt Nordic Prize. Þetta var tilkynnt í hófi á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Staðirnir sem komust í lokaúrslit voru:
- Ylajali í Osló (1 michelin stjarna)
- Esperanto í Stokkhólmi í Sviþjóð (1 Michelin stjarna)
- Marchal í Kaupmannahöfn í Danmörku (1 Michelin stjarna )
- Ask í Helsinki í Finnlandi(1 Michelin stjarna)
- KOKS í Þórshöfn í Færeyjum
Það er kannski svolítið kaldhæðnislegt að eini staðurinn sem ekki hefur Michelin stjörnu, sigraði.
Verðlaunagripurinn var hannaður af Lisbeth van Deurs.
Fyrri vinningshafar eru:
- Noma
- Geranium
- Henne Kirkeby Kro
- Maaemo
- Mathias Dahlgren
Ísland tók ekki þátt að þessu sinni.
Myndir: thenordicprize.org
Heimasíða KOKS

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði